Fréttir

Spjaldtölvuvæðing rafiðnaðarnáms

8.2.2017

  • Spjaldtölvur færðar kennurum Raftækniskólans.

Spjaldtölvuvæðing rafiðnaðarnáms

Mánudaginn 6.febrúar mættu fulltrúar RSÍ og SART á starfsmannafund kennara Raftækniskólans til að úthluta spjaldtölvum.

Haustið 2016 fengu allir nemendur í rafiðngreinum spjaldtölvu gefins frá þessum samtökum.

Afhent voru yfir 700 spjöld yfir landið en nálægt 340 til nemenda Raftækniskólans. Nú er búið að afhenda kennurum í rafiðngreinum slíka vél og næsta skrefið er að afhenda nýnemum í rafiðngreinum spjaldtölvu.

Rafbok.is

Rafiðnaðarsamband Íslands heldur úti rafbok.is þar sem nemendur geta nálgast flest þau rit sem þeir þurfa að nota við nám í rafiðngreinum. Spjaltölvurnar eru hugsaðar fyrir nemendur til að aðgangur þeirra að rafbókinni sé auðveldari og síður þurfi að prenta út efni.

Á myndinni er formaður RSÍ Kristján Þórður Snæbjarnason, Bára Halldórsdóttir starfsmaður Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins og hluti kennara Raftækniskólans.

Spjaldtölvur færðar kennurum Raftækniskólans.