Fréttir

Innritun í raftækninám í Hafnarfirði OPIN LENGUR

14.12.2016

  • Rafiðnaðurinn - fjölbreytt störf

Innritun í Raftækniskólann Hafnarfirði verður opin fram að áramótum 

Opið verður lengur fyrir innritun í raftækninám í Tækniskólanum í Hafnarfirði.  Innritun fer fram í gegnum menntagátt. 

Raftækniskólinn býður upp á nám í grunnnámi rafiðna bæði á Skólavörðuholti og í Tækniskólanum Hafnarfirði. Ennfremur býður Raftækniskólinn upp á nám í rafvirkjun – samningsbraut á báðum stöðum.

Nám í rafiðngreinum

Námið er skipulagt með hliðsjón af lokamarkmiðum sem endurspegla kröfur um þekkingu og færni iðnsveina í hinum ýmsu starfsgreinum á sviði rafiðnaðar.

Grunnnám rafiðna er 80 einingar og tekur að jafnaði fjórar annir í skóla. Nemendur sem innritast í grunnnám rafiðna þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og samræmdum lokaprófum í íslensku og stærðfræði með tilskildum lágmarksárangri skv. ákvæðum 2. gr. reglugerðar um innritun nemenda í framhaldsskóla.

Störf og tækifæri