Dreifnám Raftækniskólans

Innritun í Dreifnám/kvöldnám

Dreifnám Raftækniskólans gengur einnig undir nafninu „Nám með vinnu“. Markmiðið með náminu er að auðvelda fólki í atvinnulífinu að nálgast menntun í rafiðngreinum og er kappkostað að hafa sem flesta áfanga í boði. Jafnframt er stefnt að því að láta alla áfanga fara af stað ef nokkur kostur er. Hægt verður að taka alla áfanga grunnnáms rafiðna og rafvirkjun í dreifnámi Raftækniskólans og einnig geta þeir sem lokið hafa rafvirkjun tekið fjóra áfanga til að klára rafveituvirkjun.

Raftækniskólinn býður upp á grunnnám rafiðna, rafvirkjun og rafveituvirkjun.

Allir áfangar eru með verkefnastýrðu fyrirkomulagi. Þegar nemandi nær að klára áfanga getur hann sótt um að taka næsta áfanga á eftir þó önnin sé ekki liðin og unnið þannig upp tíma.

Allt nám fer í gegn um námskerfi Innu. Ekki er mætingarskylda. Áhersla er þó lögð á að nemendur mæti í verkleg verkefni því búnaður er allur á staðnum en bókleg verkefni krefjast síður viðveru.
Kennarar eru á staðnum á kvöldin samkvæmt töflu nema annað sé ákveðið í samráði við nemendur.

Athugið að tíma-/stundatafla hér neðar á síðunni er fyrir haust 2017 en skoða má hana með fyrirvara um að einhverjar breytingar gæti þurft að gera á henni fyrir vor 2018 eftir því hvernig innritast í áfanga.

Tímatafla fyrir áfanga dreifnáms Raftækniskólans

Eins og sést neðar í töflunni er gert ráð fyrir að kennarar ákveðinna námsgreina skipti viðverunni á milli sín og er mikilvægt að nemendur noti þessi viðmið í mætingu.

Námið er mjög verkefnamiðað og í verklegum áföngum er notast við kennslubúnað skólans. Því er mikilvægt að nemendur komi í skólann til að vinna verkefni sín, annaðhvort á skipulögðum tíma eða samkvæmt samkomulagi við kennara.

Nám með vinnu - tímatafla - dreifnám HAUST 2017;

Nám með vinnu - stundatafla

Yfirlit - grunnnám rafiðna:Skipulag náms grunnnám rafiðna

Nánara yfirlit yfir nám í grunnnámi rafiðna má sjá á blaðsíðu 6 í bækling á slóðinni http://gogn.tskoli.is/files/eplicapdf/RaftaekniskolinnNamsskipulag.pdf

Rafvirkjun fyrir 4. stigs vélfræðinga.
Áfangar sem 4. stigs vélfræðingar þurfa að klára verða í boði í dreifnámi næstu annir. 
Frá haustönn 2016 eru allir áfangar í boði, bæði áfangar grunnnáms rafiðna og fagáfangar í rafvirkjun.