Námsskipulag - eldri námskrá

Meistaranemar sem hófu nám fyrir haust 2016 klára meistarapróf samkvæmt eldri námskrá.

Kennslutilhögun  - eldri námskrá

Kennsla í Meistaraskólanum fer fram í dreifnámi, þ.e. fjarnámi með staðlotum, sem fer fram í húsnæði Tækniskólans á Skólavörðuholti (áður Iðnskólinn í Reykjavík). Staðlotur eru settar þannig upp að nemendur sem fylgja önnum skv. námsbraut eiga að komast í alla tíma. 

Staðlotur í eldri námskrá vor 2017:

1. lota: 16. og 17. janúar.  - frétt með stundaskrá.

2. lota: 20. og 21. febrúar - frétt með stundaskrá.

3. lota: 27. og 28. mars.

Ef nemandi hefur valið áfanga þvert á annir geta myndast árekstrar. Í verklegum áföngum geta staðlotur verið fleiri og á öðrum tímum. Allt námsefni, kennsluáætlun, verkefni, tilkynningar og framvinda námsins er á kennsluvef Innu.

Námstími og einingafjöldi er misjafn eftir iðngreinum og ákveðinn af menntamálaráðherra. 

Gömlu námskrárnar má skoða hér  - í þeim er hægt að lesa áfangalýsingarnar.

Allar nánari upplýsingar um nám í Meistaraskólanum veitir: 
Ragnhildur Guðjónsdóttir á rag@tskoli.is eða í s. 514 9601.
Skrifstofa Meistaraskólans er í Sjómannaskólahúsinu Háteigsvegi.