Meistaraskólinn

Meistaraskólinn er fyrir þá sem lokið hafa sveinsprófi í löggiltum iðngreinum. Í Meistaraskólanum fer fram öflugt nám í stjórnunar- og rekstrargreinum sem miðar að því að gera iðnmeistara hæfa til að sjá um kennslu nýliða og reka eigið fyrirtæki skv. 10. grein iðnaðarlaga nr. 47/1978. Markmið iðnmeistaranáms er að veita þeim sem lokið hafa sveinsprófi fræðslu og þjálfun til að stjórna verkum, kenna nýliðum fagleg vinnubrögð, öryggisreglur og iðnfræði.

Innritun vorönn 2018

Innritun er opin í Innu frá 10. nóvember 2017.
Athugið að skyldumæting er í staðlotur. Dagsetningar á þeim má sjá undir Skipulag.

Athugið einnig vel skjal með leiðbeinandi skiptingu námsins á annir því staðlotur eru skipulagðar með það í huga.

Inntökuskilyrði í iðnmeistaranám er fullgilt sveinspróf

Athugið að umsækjendur skulu hafa almenna þekkingu í Word og Excel og æskilegt er að umsækjendur í byggingagreinum geti nýtt sér teikniforritið AutoCAD.

Meistaraskólinn-ný námskrá Innritunarhnappur

Námskrá (nýja námskráin frá hausti 2016)

Réttindi að loknu iðnmeistaranámi:

Sækja þarf um meistarabréfið hjá sýslumanni: Umsókn um meistarabréf.

Sækja þarf um löggildingu hjá Mannvirkjastofnun: ​Löggildingar hönnuða og iðnmeistara.

Þeir sem luku sveinsprófi 1. janúar 1989 eða síðar skulu ljúka iðnmeistaranámi með fullnægjandi árangri til þess að fá útgefið meistarabréf. 

Allar nánari upplýsingar um nám í Meistaraskólanum veitir:

Ragnhildur Guðjónsdóttir á rag@tskoli.is eða í s. 514 9601.

Skrifstofa Meistaraskólans er í Sjómannaskólahúsinu Háteigsvegi.