Nám og umsókn

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði er útskrift úr framhaldsskóla eða sambærilegt. Auk þess þurfa umsækjendur að hafa góða kunnáttu í tölvum og ensku. Hafi umsækjandi ekki viðeigandi menntun en getur sýnt fram á framúrskarandi hæfni á tilteknu sviði er hægt að meta það sérstaklega. Skólinn getur þó óskað eftir því að viðkomandi bæti við sig undirbúningsgreinum.

Umsókn

Umsækjendur þurfa að skila inn ferilmöppu (e. portfolio) og staðfestum gögnum um námsárangur frá öðrum skólum. Inntökunefnd fer yfir umsóknir og getur kallað umsækjendur til viðtals. Farið er með öll gögn sem trúnaðarmál.

Innritunarhnappur - Tækniakademía


Til að umsókn teljist gild þarf að fylla út MMS-Umsókn og senda sem viðhengi, einnig þarf að fylgja afrit af prófskírteinum, ferilmappa (portfolio) af eigin verkum (teikningar, skúlptúrar, klippivinna o.s.frv.). Senda má vefkrækju á youtube.com. Ferilmöppum er einnig hægt að skila á aðalskrifstofu Tækniskólans á Skólavörðuholti.

Í lok hverrar annar verða nemendur að sækja um áframhaldandi nám í skólanum og fer það eftir námsframvindu þeirra hvort þeir geta haldið áfram á næstu önn. Ef nemandi fellur í tveimur fögum þarf hann að taka alla önnina upp aftur. Ef nemandi fellur í einu fagi, skoðar dómnefnd hvort nemandinn fái að halda áfram á næstu önn.

Námið er metið af erlendum skólum sem hluti BA prófs, m.a. í Englandi og Danmörku. Unnið er að samkomulagi við aðra skóla.

Nám í Margmiðlunarskólanum er í senn krefjandi og skapandi. Námið tekur tvö ár, fjórar annir, og er gert ráð fyrir að nemendur stundi það sem hverja aðra vinnu og gilda almennar reglur Tækniskólans um mætingu.

Búnaður: Nemendur þurfa að vera með eigin flakkara, heyrnartól, teikniborð (t.d. Wacom eða Bamboo) og tölvumús. Gott er að vera með inniskó.