Nemendur Handverksskólans

Stolt okkar og prýði

Nemendur Handverksskólans eru öflugir og skapandi við að þróa sig sem fagmenn frá fyrsta degi námsins. Faggreinar skólans eru áberandi í atvinnulífinu og viðfangsefnið er lifandi fólk. Það gefur auga leið að fjölbreytnin er mikil og nauðsynlegt að vera vakandi fyrir nýjungum og finna lausnir sem henta ólíkum einstaklingum og aðstæðum. Til þess að vaxa við þær aðstæður þarf að leggja rækt við grunninn. Við erum stolt af okkar fólki sem hefur valið sér metnaðarfullt og gefandi starf út í lífið.

Nemendafélag og félagslíf

Í Tækniskólanum er öflugt og fjölbreytt félagslíf. Innan hvers skóla er starfandi nemendafélag sem heldur utan um félagslíf skólans, klúbba, keppni innan og utan skólans og aðrar uppákomur.

Nemendur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp þetta starf. Saman mynda nemendafélögin Nemendasamband Tækniskólans, NST.

Á þessa síðu eru væntanlegar upplýsingar um nemendafélag Handverksskólans.