Hársnyrtibraut

Hársnyrtinám

Nemendur keppa í Avant garde hárgreiðslukeppni.Nám í Handverksskólanum 

Námið nýtist vel bæði sem undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi eða sem fullgild menntun í löggiltum iðngreinum. 

Hársnyrtibrautin undirbýr nemendur fyrir störf í hársnyrtiiðnaði og sveinspróf í hársnyrtingu.

Frá útskriftarsýningu hársnyrtinema á Spot 16. október 2015.

Innökuskilyrði

Til að hefja nám á hársnyrtibraut þarf að hafa lokið 1. þreps áföngum í íslensku, ensku og stærðfræði eða grunnskólaeinkunn B. Ef umsækjandi nær ekki að uppfylla þessi skilyrði stendur honum til boða að taka þá áfanga á 1. þrepi sem hann vantar.

Hársnyrting - hársnyrtiiðn

Markmið námsins er að gera nemendur færa um að veita þá alhliða þjónustu sem er í boði á hársnyrtistofum á hverjum tíma. Náminu lýkur með sveinsprófi sem veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs. Námið úr skólanum er góður undirbúningur fyrir frekara nám svo sem í listaháskólum. 

Meðalnámstími:

Átta annir - fjögur ár. Til að ljúka stúdentsprófi þarf að bæta við tveimur til þremur önnum í almennu námi.

Nemendur keppa í Avant garde hárgreiðslukeppni.Við upphaf náms í hársnyrtingu

Þegar nemendur hefja nám á hársnyrtibraut þá þurfa þeir að festa kaup á áhöldum, bókum og hári fyrir verklegu áfangana. Þeir fá í hendur lista yfir þessa hluti og leiðbeiningar um hvar þeir fást. Mjög mikilægt er að nemendur kaupi þessa hluti í fyrstu kennsluviku þar sem ekki er mögulegt að hefja námið án þess. Kostnaður fyrir verklegu áfangana getur orðið um 150 þúsund í upphafi og nýtast þessir hlutir gegnum allt námið, aðeins þarf að kaupa hausa til viðbótar á flestum önnum og einstaka áhald.

Útskriftarsýning 2. nóv. 2012


Innkaupalisti fyrir nýnema

Hársnyrtiiðn er samningsbundið iðnnám

Nám í hársnyrtiiðn er samningsbundið iðnnám og skipulagt með hliðsjón af lokamarkmiðum sem endurspegla þá þekkingu og færni sem krafist er af fullnuma hársnyrti.

Námið hefst á grunnbraut sem tekur að jafnaði þrjár annir. Þar eru allar almennar greinar hársnyrtiiðnar kenndar auk grunnáfanga hársnyrtingar. Síðan tekur við framhaldsbraut hársnyrtingar þar sem námið er verkefnastýrt og fléttast saman nám í skóla og á vinnustað. Fer það eftir getu og afköstum nemenda hversu langan tíma það tekur. Heildarnámstími er að jafnaði 3-4 ár að grunnbraut meðtalinni.

Hársnyrtinemar klippa vistmenn á sambýlinu við Dimmuhvarf í KópavogiFullnuma hársnyrtir getur starfað á hársnyrtistofum hérlendis og erlendis, við fjölmiðla, leikhús, heildsölur og sýningar ýmiskonar. Einnig er möguleiki á framhalds- og viðbótarmenntun og sérhæfingu á ýmsum sviðum.

Náminu lýkur með sveinsprófi sem veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Nám og kennsla í hársnyrtiiðn miðast við að veita almenna, faglega undirstöðumenntun í greininni, auka færni nemenda í meðferð hársnyrtivara og beitingu áhalda og tækja. Leitast er við að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð nemenda og auka hæfileika og getu þeirra til samvinnu við aðra.

Fagleg vinnubrögð og þjónusta

Stefnt er að því að nemendur auki færni sína til þess að standast kröfur iðngreina um nákvæmni, áreiðanleika og fagleg vinnubrögð.

Bók um útskriftarverkerfni nema Hárnsyrtiskólans vor 2011Hársnyrtar vinna í mikilli nálægð við viðskiptavini sína og því er mikilvægt að þjálfa samskiptafærni nemenda og getu þeirra til þess að öðlast skilning á þörfum viðskiptavina. Einnig er lögð áhersla á að rækta með nemendum jákvætt viðhorf til gæða í þjónustu.

Vinnustaðanám

Vinnustaðanám er skipulagt á þann hátt að um er að ræða sjálfstæða þjálfun úti í fyrirtækjum. Skipulag þess tekur mið af lokamarkmiðum námsins. Markmið vinnustaðanámsins er m.a. að þjálfa nemandann til þess að takast á við sífellt flóknari viðfangsefni þar sem saman fara vinnuhraði, fagleg vinnubrögð, nákvæmni, færni og kröfur um að fyllstu öryggisþáttum sé fullnægt.

Módel á útskriftarsýningu: 

Módel á útskriftarasýningu hár - mynd eftir nema í ljósmyndun.Mynd unnin af nemenda á
ljósmyndabraut Tækniskólans.
Módel á útskriftarasýningu hár - mynd eftir nema í ljósmyndun.Mynd unnin af nemenda á 
ljósmyndabraut Tækniskólans.
Módel á útskriftarasýningu hár - mynd eftir nema í ljósmyndun.Mynd unnin af nemenda á 
ljósmyndabraut Tækniskólans.

Módel á útskriftarasýningu hár - mynd eftir nema í ljósmyndun.Mynd unnin af nemenda á 
ljósmyndabraut Tækniskólans.

Útskriftarsýning 2. nóv. 2012 Útskriftarsýning 2. nóv. 2012 Útskriftarsýning 2. nóv. 2012 Útskriftarsýning 2. nóv. 2012

Myndir frá útskriftarsýningu haust 2016


Upplýsingar um skipulag brauta og áfanga: