Gull- og silfurmíðabraut Handverksskólans

MeistaraskolinnGull&SilfursmidiNám í Handverksskólanum 

Námið nýtist vel bæði sem undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi eða sem fullgild menntun í löggiltum iðngreinum.

Gull- og silfursmíðabrautin er eina brautin á Íslandi sem undirbýr nemendur fyrir sveinspróf í gull- og silfursmíði.

Aðgangskröfur: 

Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið almennum greinum brautarinnar.
Þeim sem eru að ljúka grunnskóla og hafa áhuga á gull- og silfursmíði er bent á t.d. hönnunar- og nýsköpunarbraut Tækniskólans sem er góður undirbúningur fyrir gullsmíði.

Lengd náms: 

Fjögur ár alls, fimm annir í skóla og 72vikna starfsþjálfun.

Að lokinni útskrift: 

Nemendur geta tekið sveinspróf í greininni sem er löggilt iðngrein og geta starfað sem sveinn í gull- og silfursmíði.

Upplýsingar til umsækjenda  


Listi yfir verkfæri nema á fyrsta ári í gull- og silfursmíði 
Listi yfir verkfæri frá Handverkshúsinu

Nýir nemendur eru teknir inn að hausti. Stafrænar umsóknir á gull- og silfursmíðabraut þurfa að berast fyrir lok maí en inntökunefnd er að störfum í júní. Umsækjendur skili jafnframt inn kynningamöppum á aðalskrifstofu skólans, að hámarksstærð A-3, fyrir 31. maí. Teknir eru inn 8 nemendur.

Inntökuskilyrði: Gull- og silfursmíði er löggilt iðngrein og telst vera á framhaldsskólastigi; því eru ekki sett fram inntökuskilyrði til náms í iðngreininni umfram þau sem koma fram í löggiltri Aðalnámskrá framhaldsskóla, gull- og silfursmíði, frá 2005. Nemendur sem innritast í nám í gull- og silfursmíði þurfa þannig að hafa lokið skyldunámi í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og náð tilskildum lágmarksárangri skv. ákvæðum 2. gr. reglugerðar um innritun nemenda í framhaldsskóla.

Þeir nemendur sem hefja nám verða að ná lágmarkseinkunn 7 í áfanganum verkleg gull- og silfursmíði 109 eftir fyrstu önnina til að fá að halda áfram námi.

Meðalnámstími er fjögur ár, samtals fimm annir í skóla og 72 vikna starfsþjálfun. Til að ljúka námi þarf nemandi að gera samning um starfsnám hjá meistara. Náminu lýkur þá með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Vegna mikils fjölda umsókna í námið undanfarin ár hefur inntökunefnd sett fram eftirfarandi vinnureglur til viðmiðunar í inntökuferlinu:
Horft er til frammistöðu og ástundunar í fyrra námi og þess undirbúnings er tengist list-, verk- eða hönnunargreinum sem umsækjandi hefur aflað sér. Umsækjandi skal leggja fram möppu; hámarksstærð er A-3, sem inntökunefnd mun jafnframt taka tillit til í inntökuferli. Tekið er við möppum á aðalskrifstofu Tækniskólans, Skólavörðuholti, til 31. maí.

Upplýsingar um skipulag brauta og áfanga: