Fataiðnbraut Handverksskólans

Nám í fatatækni, kjólasaum og klæðskurði

Tískusýning Unglist - nóvember 2015 í ráðhúsi Reykjavíkur.

Námið nýtist vel bæði sem undirbúningur fyrir frekara nám á háskólastigi eða sem fullgild menntun í löggiltum iðngreinum. 

Námið undirbýr nemendur fyrir störf tengd fataiðnaði, sveinspróf í kjólasaumi og klæðskurði. 

Fatatækninám (4 annir): 

Meginmarkmið náms í fatatækni er að nemendur öðlist nauðsynlega þekkingu og færni til að starfa sem fatatæknar við saumaskap og ýmsa þjónustu tengda fatnaði og tísku. Námið er jafnframt undanfari náms í löggiltu iðgreinunum kjólasaumi og klæðskurði.

Nemi við störf í kennslustund á fataiðnbrautinni.

Sérnám í fataiðn - kjólasaumur - klæðskurður: 

Meginmarkmið námsins er að gera nemendum kleift að öðlast þá þekkingu og færni sem sveinum í kjólasaumi og/eða klæðskurði er nauðsynleg.
Náminu lýkur með sveinsprófi sem veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs. 

Aðgangskröfur

Að hafa lokið námi í grunnskóla.

Lengd náms: 

Fatatæknir: 2 ár. Lokapróf í kjólasaum/klæðskurði: 4 ár

Að lokinni útskrift: 

Úr fatatækni geta nemendur haldið áfram í 2 ár og tekið lokapróf í kjólasaum/klæðskurði.
Í klæðskurði/kjólasaum geta nemendur tekið sveinspróf í greininni sem er löggilt iðngrein og geta starfað sem sveinn í kjólasaumi/klæðskurði.

Upplýsingar um skipulag brauta og áfanga:

Tískusýning Unglist - nóvember 2015 í ráðhúsi Reykjavíkur. Tískusýning Unglist - nóvember 2015 í ráðhúsi Reykjavíkur. Tískusýning Unglist - nóvember 2015 í ráðhúsi Reykjavíkur. Tískusýning unglist í Ráðhúsinu 2016.

Starfsþjálfun

Nemendur í fatatækni þurfa að skila inn vottorðum frá vinnuveitendum:

Vinnuvottorð fyrir nema í fatatækni - íslenska

Vinnuvottorð fyrir nema í fatatækni - enska