Námið í Byggingatækniskólanum

Brautir Byggingatækniskólans

Athugið að Internet Explorer vafrinn hentar ekki til að skoða uppsetningu brautanna á þessari síðu. Hins vegar sjást pdf skjölin bæði í Chrome og Mozilla Firefox.

Nemendur í Byggingatækniskólanum innritast fyrst í sameiginlegt einnar annar grunnnám.

Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina (GBM13) - 21 ein.

Grunnnámið veitir almenna og faglega undirstöðumenntun fyrir sérnám í bygginga- og mannvirkjagreinum, þ.e. húsasmíði, húsgagnasmíði, málaraiðn, múraraiðn, pípulagnir og veggfóðrun/dúkalagnir. Meðalnámstími er ein önn í skóla.

Þú ert ekki með lesara fyrir pdf skjöl. Hægt er að sækja t.d. Adobe Reader á https://get.adobe.com/reader/.

Áfangalýsingar eru í stafrófsröð frá bls.188 í námsvísi Tækniskólans.

Húsasmíði (HÚ13) -172 ein.

Húsasmíði er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár að meðtöldu grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina, samtals fimm annir í skóla og 72 vikna starfsþjálfun. Meginmarkmið með námi í húsasmíði er að nemendur öðlist skilning, þekkingu og færni til að sinna allri smíðavinnu í bygginga- og mannvirkjaiðnaði hvort sem um er að ræða verkstæðis- og innréttingavinnu, úti- og innivinnu á byggingarstað eða viðgerða- og breytingavinnu.

Áfangalýsingar eru í stafrófsröð frá bls.188 í námsvísi Tækniskólans.

Húsgagnasmíði (HS13) - 172 ein.

Húsgagnasmíði er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár að meðtöldu grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina, samtals fimm annir í skóla og 72 vikna starfsþjálfun. Markmið námsins er að nemendur öðlist skilning, þekkingu og færni til að takast á við viðfangsefni iðngreinarinnar, þ.e. að smíða, endurnýja og gera við húsgögn, innréttingar, hurðir, glugga, tréstiga m.m. og sinna fjölbreyttri sérsmíði úr gegnheilu tré og plötuefni.

Áfangalýsingar eru í stafrófsröð frá bls.188 í námsvísi Tækniskólans.

Málaraiðn (MÁ15) - 176 ein.

Málaraiðn er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár að meðtöldu grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina, samtals fjórar annir í skóla og 96 vikna starfsþjálfun. Meginmarkmið með námi í málaraiðn er að nemendur öðlist skilning, þekkingu og færni til að takast á við alla algenga verkþætti iðngreinarinnar, allt frá mati á ástandi flatar og þar til æskilegri lokaáferð er náð. Einnig að útfæra ýmsa sérhæfða verkþætti, eins og sandspörtlun bygginga, skrautmálun ýmiskonar, skiltagerð og ýmsar útfærslur á eldra handverki, s.s. málun marmara- og viðarlíkja.

Áfangalýsingar eru í stafrófsröð frá bls.188 í námsvísi Tækniskólans.

Múraraiðn (MR13) 172 ein.

Múraraiðn er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár að meðtöldu grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina, samtals fimm annir í skóla og 72 vikna starfsþjálfun. Markmið námsins er að nemendur öðlist skilning, þekkingu og færni til að takast á við þau viðfangsefni sem tilheyra greininni, m.a. grunngröft og sprengingar, hvers konar steypuvinnu, hleðslu bygginga og mannvirkja, múrhúðun, lagnir í gólf og gólfaslípun, lagnir og festingar flísa og náttúrusteins, járnalagnir og einangrun undir múrvinnu. Ennfremur steinhleðslu og steinlögn inni og úti ásamt múr-, steypu- og flísaviðgerðum og múrkerfum inni og úti.

Áfangalýsingar eru í stafrófsröð frá bls.188 í námsvísi Tækniskólans.

Pípulagnir (PL13) 79 ein.

Pípulagnir er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár að meðtöldu grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina. Þar af eru þrjár annir í skóla og 96 vikna samningsbundið vinnustaðanám hjá iðnmeistara. Meginmarkmið með náminu er að nemendur öðlist skilning, þekkingu og færni til að leggja hita-, neysluvatns- og frárennsliskerfi og ýmis sérhæfð kerfi í byggingar og mannvirki, veitukerfi fyrir vatns- og hitaveitur og frárennslislagnir utanhúss, ásamt uppsetningu tækja og búnaðar sem tengist og stýrir þessum kerfum. Jafnframt að sjá um viðhald og endurnýjun þeirra. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Áfangalýsingar eru í stafrófsröð frá bls.188 í námsvísi Tækniskólans.

Tækniteiknun (TT14) - 109 ein.

Meðalnámstími er 6 annir í skóla. Meginmarkmið náms í tækniteiknun er að gera nemendum kleift að öðlast þá þekkingu og færni sem tækniteiknurum er nauðsynleg í störfum sínum við gerð teikninga og frágang ýmiskonar hönnunarvinnu á teiknistofum fyrirtækja, ráðgefandi verkfræðinga, arkitekta, ríkisstofnana, bæjarfélaga o.fl. Enn fremur að gera nemendum kleift að annast kerfisstjórnun teiknikerfa, framsetningu og kynningu gagna, skipulagningu og stjórnun skjalavistunar og önnur sérhæfð teikni‐ og skrifstofustörf.


Kynningarmyndband um námið í Tækniteiknun

Áfangalýsingar eru í stafrófsröð frá bls.188 í námsvísi Tækniskólans.

Veggfóðrun og dúkalögn (VD13) - 176 ein.

Veggfóðrun er löggilt iðngrein. Meðalnámstími í veggfóðrun er fjögur ár að meðtöldu grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina. Þar af eru 3 annir í skóla og 120 vikna starfsþjálfun í fyrirtæki. Meginmarkmið með námi í veggfóðrun og dúkalögn er að nemendur öðlist skilning, þekkingu og færni til að undirbúa gólf, veggi, loft, töflur, hurðir, borð og aðra fleti inni og úti fyrir lagningu dúka, platna, teppa, striga m.m., leggja þessi efni, ganga frá listum og prófílum og gera við ef þörf krefur.

Áfangalýsingar eru í stafrófsröð frá bls.188 í námsvísi Tækniskólans.

Sveinspróf

Námi af öllum ofangreindum brautum, nema tækniteiknun, lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.