Nemendafélag, klúbbar og skemmtanir

Nemendafélag

Nemendafélag Byggingatækniskólans sinnir félagslegu hlutverki og er stefna félagsins að hver nemandi Byggingatækniskólans geti fundið eitthvað áhugavert við sitt hæfi.

Félagið stendur fyrir skemmtunum ásamt því að hvetja nemendur skólans til þess að taka virkan þátt í því að gera sitt eigið nám áhugavert og innihaldsríkt.

Stjórn nemendafélagsins samanstendur af einum nemanda af hverri braut, þ.e. fimm nemendum sem skipa formann, gjaldkera og ritara ásamt tveimur stjórnarmönnum.

KLÚBBAR

Íþróttaklúbbur Byggingatækniskólans

Íþróttaklúbbur Byggingartækniskólans stefnir að því að hittast í íþróttasalnum í Vörðuskóla einu sinni í viku og spila t.d. fótbolta. Stefnt verður að því að keppa við aðra skóla Tækniskólans. Þeir sem hafa áhuga á að vera með hafi samband við Gunnar Kjartansson með tölvupósti á gkj@tskoli.is

Tónlistarklúbbur Byggingatækniskólans

Tónlistarklúbbur Byggingartækniskólans stefnir að því að hittast einu sinni í viku í hljóðveri skólans og stilla saman strengi. Hljóðverið er á fyrstu hæð í austurenda aðalbyggingar á Skólavörðuholti og eru allir þeir sem spila á hljóðfæri hvattir til þess að taka þátt. Áhugasamir hafi samband við Gunnar Kjartansson með tölvupósti á gkj@tskoli.is

Leiklistarklúbbur Byggingatækniskólans

Fyrirhugað er að fara af stað með leiklistarklúbb og eru allir þeir sem hafa gaman af leiklist hvattir til þess að gefa sig fram. Stefnt er að því að hittast einu sinni í viku. Áhugasamir hafi samband við Gunnar Kjartansson með tölvupósti á gkj@tskoli.is

Kvikmyndagerðaklúbbur Byggingatækniskólans

Fyrirhugað er að fara af stað með kvikmyndagerðarklúbb og er stefnt að því að gera stutt kynningarmyndbönd um skólann og koma þeim á vefinn. Þeir sem hafa áhuga á kvikmyndagerð hafi samband við Gunnar Kjartansson með tölvupósti á gkj@tskoli.is

Nemendur eru svo hvattir til þess að koma með tillögur að klúbbum.

SKEMMTANIR

Hittingur með Hársnyrtiskólanum

Sú hefð hefur skapast að hitta nemendur Hársnyrtiskólans og gera sér glaðan dag og verður þessi skemmtun auglýst síðar.

Keila

Nemendur hafa undanfarin ár hist á föstudagskvöldi í keilusalnum í Öskjuhlíð og skorað verður á aðra skóla til keppni. Þessi viðburður verður auglýstur síðar.