SketchUp framhald

SketchUp framhaldsnámskeið - Nýtt

4. - 18. apríl 2018

Framhaldsnámskeið í Sketchup verður byggt upp líkt og vinnustofa þar sem þátttakendum er gefinn kostur að koma með eigin verkefni þar sem kennarinn verður til stuðnings. Einnig verður farið dýpra í notkun á forritinu með það að markmiði að nemendur geti hannað hugmyndir sínar. 

Nauðsynlegt er að nemendur hafi almenna tölvuþekkingu ásamt því að hafa sótt grunnnámskeiðið í Sketchup og hafi þokkaleg tök á grunnhugtök forritsins.

Þrívíddarforritið SketchUp er hægt að nálgast ókeypis á netinu, http://sketchup.com Auk þess að vera frítt þá er helsti kostur forritsins sá að vera sett upp á afar einfaldan og þægilegan hátt, notendur forritsins eiga því mjög auðvelt með að ná tökum á notkun þess.

Forritið hentar fyrir margvíslegar teikningar. Sem dæmi má nefna teikningar af húsbyggingum, sólpöllum, innréttingum, innra skipulagi húsa, lóðum og jafnvel húslögnum

Forritið nýtist öllum þeim sem hafa áhuga á því að teikna og gefur það notandanum tækifæri á að sjá teikningar sínar í réttum hlutföllum í þrívídd. Það að sjá hlutina í þrívídd gefur mun betri skilning á því sem verið er að teikna, það má því einnig nýta forritið til að leysa úr flóknum byggingarhlutum.


Forkröfur: Nauðsynlegt er að nemendur hafi almenna tölvuþekkingu ásamt því að hafa sótt grunnnámskeiðið í Sketchup og hafi þokkaleg tök á grunnhugtök forritsins.


Tími:
4. apríl
miðvikudagur
18:00 - 21:00
9. apríl
mánudagur
18:00 - 21:00
11. april
miðvikudagur
18:00 - 21:00
16. apríl
mánudagur
18:00 - 21:00
18. apríl
miðvikudagur
18:00 - 21:00

Alls 15 klukkutímar

Leiðbeinandi: Finnur Ingi Hermannsson byggingafræðingur.

Námskeiðsgjald: 43.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 12.

SKRÁNING HÉR

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér til að skoða fréttabréf Endurmenntunarskólans og til að skrá þig á póstlistann okkar.