Reiðhjólaviðgerðir

Reiðhjólaviðgerðir

5. maí 2018

Námskeiðið hefst á stuttum inngangi um hjólið og jákvæðar hliðar þess að efla hjólreiðar til framtíðar. Síðan taka við léttar viðgerðir og viðhald reiðhjóla.
Viðgerðarþættirnir ná yfir eftirfarandi:

  • Stillingar á stelli - hvernig er hjól vel stillt fyrir einstakling.
  • Bilanagreining - hvernig reiðhjól er yfirfarið til þess að átta sig á heilbrigði þess.
  • Sprungið dekk  - gert við sprungið dekk, loftþrýstingur og umgengni við gjarðir.
  • Bremsur - öryggisbil handbremsa skoðuð og skipt um bremsupúða á venjulegum v-bremsum.
  • Gírar og keðjur - stillum og smyrjum

Þátttakendur mæta með sitt eigið reiðhjól og stilla það. Setja það í viðgerðarstand, skoða ástand þess og læra að nálgast það sem þarf að laga á eigin farartæki. Auk þess fá allir að gera við sprungið dekk og sprungna slöngu, skipta um bremsupúða og stilla gíra.

Tími:

5. maí
laugardagur
09:00 - 16:00

Alls 7 klukkutímar/10,5 kennslustundir

Leiðbeinandi: Árni Davíðsson, kennari í Hjólafærni og leiðbeinandi um hjólaviðgerðir síðastliðin ár. Árni hefur verið farsæll í starfi sínu sem Dr. Bæk, doktorinn sem heimsækir vinnustaði og ástandsskoðar reiðhjól.

Námskeiðsgjald: 23.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 10

SKRÁNING HÉR

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mæting

Smelltu hér til að skoða fréttabréf Endurmenntunarskólans og til að skrá þig á póstlistann okkar.