Rafeindatækni grunnur

Rafeindatækni fyrir byrjendur

Vorönn 2018

Fjarnám með þremur staðbundnum lotum

Rafeinda_Smida_2 Rafeinda_Smida_4 RafeindaSmida_5

Myndir teknar í staðbundinni lotu.

Námskeiðið hentar öllum áhugasömum um rafmagns- og rafeindatækni.

  • Farið í nokkur grundvallaratriði rafmagnsfræði og rafeindatækni
  • Farið í fræðilega hlið raftækninnar og heimaverkefni unnin
  • Þátttakendur fá 45 daga aðgang að Innu
  • Myndbönd sett inn á Innu

Bókleg kennsla fer að mestu fram á netinu en verkleg kennsla er í staðbundnum lotum með smá bóklegu ívafi. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi aðgang að öllum gögnum þetta tímabil til að gefa meiri tíma í bóklega hlutann.

Þrír námspakkar eru settir upp á tímabilinu
  • Rafmagnsfræði
  • Rafeindatækni
  • Rökrásir
Staðbundnar lotur:

Í staðbundnu lotunum er farið í handverk og læra þátttakendur að lóða rafeindarásir, setja saman nokkur einföld smíðaverkefni og skoða rafmagnsfræðigrunninn gagnvart virkni rásanna. Einnig er farið í nokkra öryggisþætti gagnvart rafmagni

  • Einföld lóðningaræfing
  • Lítil rás sett saman
  • Stærri rás sett saman og prófuð

Tími:


föstudagur
16:00 - 19:00

föstudagur
16:00 - 19:00

föstudagur
16:00 - 19:00

Leiðbeinandi: Sigursteinn Sigurðsson, rafeindavirkjameistari og kennari í Raftækniskóla Tækniskólans.

Námskeiðsgjald: 50.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Efnisgjald innifalið í námskeiðsverði.

Staðsetning: Tækniskólinn á Skólavörðuholti

Hámarksfjöldi: 14

https://namsnet.tskoli.is/applications/?progid=11224

Bjóðum einnig upp á framhaldsnámskeið:
Rafeindatækni framhald


RafeindataekniSmidakennara_2 RafeindataekniSmidakennara_4 RafeindataekniSmidakennara_3

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Einnig er hægt að hafa samband við skólastjóra Raftækniskólans á vgv@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.