Photoshop fyrir byrjendur

Photoshop grunnnámskeið

10. - 19. október 2017

Á námskeiðinu er kennt að nota helstu tól forritsins, lög (layers), valtól, maska, leiðir til að lagfæra og litaleiðrétta myndir ásamt fleiru. Farið verður í upplausn og vistun mynda fyrir vef og prentun.

Þátttakendur þurfa að hafa aðgang að forritinu til að æfa sig á milli tíma. Hægt er að hlaða niður forritinu á http://www.adobe.com/downloads/ og nota frítt í einhverja daga.

Tími:

10. október
þriðjudagur
18:00 - 21:30
12. október
fimmtudagur
18:00 - 21:30
17. október
þriðjudagur
18:00 - 21:30
19. október
fimmtudagur
18:00 - 21:30

Alls 14 klukkustundir / 21 kennslustund

Leiðbeinandi: Jón A. Sandholt prentsmiður og 
kennari á Upplýsinga- og fjölmiðlabraut Upplýsingatækniskóla Tækniskólans.

Námskeiðsgjald: 41.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 12

SKRÁNING H

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér til að skoða fréttabréf Endurmenntunarskólans og til að skrá þig á póstlistann okkar