Olíumálun fyrir byrjendur

Olíumálun/litafræði fyrir byrjendur

18. - 27. september 2017

Litafræði - myndbygging

Á námskeiðinu eru kynntar tvær ólíkar aðferðir í málun. Málað á raunsæjan máta eftir einfaldri uppstillingu og síðan er myndefnið þróað í annarri útfærslu og á frjálslegri hátt með sköfu.

Megináhersla er lögð á litafræði og myndbyggingu. Unnið er bæði með akrýl- og olíuliti og þjálfuð grunnatriði í meðferð efna og áhalda. Notaðir eru einungis frumlitirnir þrír og hvítur til að skilja eiginleika litanna og litablöndun á markvissan hátt.

Innifalið: Efni í fyrsta tíma,  einn ástrekktur strigi og afnot af kolum.

Efni: Innkaupalisti afhentur í fyrsta tíma.

Tími:
18. september
mánudagur
18:00 - 22:00
20. september
miðvikudagur
18:00 - 22:00
25. september
mánudagur
18:00 - 22:00
27. september
miðvikudagur
18:00 - 22:00

Alls 16 klukkutímar

Leiðbeinandi: Anna Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður og kennari.
Anna lærði myndlist hér heima og í París.

Námskeiðsgjald: 45.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Tækniskólinn á Skólavörðuholti.

Hámarksfjöldi: 12.

Fullbókað er à námskeiðið en ef þú skráir þig ferðu á biðlista og haft verður samband um leið ef pláss losnar. 

Sækja um námskeið

Bordi-AppelsinugulurAth! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér til að skoða fréttabréf Endurmenntunarskólans og til að skrá þig á póstlistann