Litafræði fyrir bútasaum

Litafræði fyrir bútasaum - Nýtt!

14., 21. og 28. febrúar 2012

Á námskeiðinu er farið í gegnum grunnþætti litafræðinnLitafraediButasaumur_1ar og gerðar tilraunir með liti í einföldum geómetrískum mynstrum. Að því loknu verður unnið bútasaumsverk sem byggir á rannsóknarvinnunni.
Litir og pappír eru á staðnum.

Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á skapandi bútasaumi. Þátttakendur þurfa að koma með eigin saumavél og efni síðasta kvöldið.

Skilaboð frá kennurum:

Fyrsta kvöldið er fyrirlestur um litafræði og æfingar á pappír og það nægir að koma með eftirfarandi:

  • Tréliti ef þið eigið, en það verða einnig litir á staðnum.
  • Blýant, strokleður, reglustiku.
  • Skissubók ef þið viljið, en það verða A4 blöð á pappir á staðnum. Ágætt að hafa með möppu utan um þau.

Annað kvöldið höldum við áfram með litaæfingarnar en færum þær svo yfir í efni sem við skerum í form. Þá er nauðsynlegt að hafa meðferðis:

  • Bútasaumsefni, alls kyns afganga sem til falla. Eitthvað verður af efnum á staðnum og svo er hugmyndin að skiptast á bútum því markmiðið er að finna „réttu“ litina.
  • Skurðarmottu, skurðarhníf og stiku. Ef einhverjar eiga ekki þessa hluti er gott að nefna það í fyrsta tímanum.
  • Títiprjóna, skæri og önnur hefðbundin saumaáhöld.
  • Þær sem eru fljótar að sníða geta þurft saumavélina í þessum tíma, eða ákveðið að gera fleiri litaæfingar og geymt saumaskapinn þar til í síðasta tímanum.

Þriðja kvöldið saumum við. Þá er nauðsynlegt að koma með:

  • Fyrrnefnd áhöld fyrir annan tímann.
  • Saumavél og auðvitað tvinna.
  • Framlengingarsnúru ef þið eigið.

Kennarar: Guðrún Hannele Henttinen textílkennari hannele@simnet.is og Eygló Harðardóttir, myndlistarkona en hún hefur áralanga reynslu af litafræði og hefur kennt hana við Myndlistaskólann í Reykjavík í mörg ár, eyglo.hard@simnet.is. Eygló sér um litafræðina en Guðrún um bútasauminn.

Tími:
14. febrúar   þriðjudagur   kl. 19:00 - 22:00
21. febrúar   þriðjudagur   kl. 19:00 - 22:00
28. febrúar   þriðjudagur   kl. 19:00 - 22:00

Alls 13,5 kennslustundir/9 klukkustundir.

Námskeiðsgjald: 22.000 kr.


Staðsetning: Tækniskólinn, Skólavörðuholti.

Nánari upplýsingar fást í Endurmenntunarskólanum í s. 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.