Safn

Áhugaverð og spennandi námskeið á næstunni

Bjóðum upp á tómstundanámskeið við allra hæfi og einnig hagnýt námskeið sem auka atvinnuréttindi þín. Námskeiðin eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.Kannaðu málið!
Nánari upplýsingar:

514 9602 | endurmenntun@tskoli.is

Lesa meira
HusgagnavidgerdirFrettabref

Húsgagnaviðgerðir

Kennslan er kynning og sýnikennsla á þeim fjölmörgu efnum og aðferðum sem notuð eru til viðgerða á gömlum húsgögnum. Þátttakendur mæta með minni hluti eins og stól, náttborð eða innskostsborð til að vinna með.
Leiðbeinandi: Hallgrímur G. Magnússon
Hefst 22. mars

Lesa meira

Smíðað fyrir heimilið - Nýtt

Á námskeiðinu eru smíðuð áhöld og smámunir fyrir heimilið. Kenndar eru grunnaðferðir í smíðisvinnu s.s. rennsli og notkun handverkfæra. Notast er við snið sem unnið er út frá að vild. Þátttakendur læra á helstu viðartegundir sem heppilegar eru í slík áhöld en jafnframt á þær smíðavélar sem þarf til smíðanna.
Leiðbeinendur: Skjöldur Vatnar Björnsson og Salóme Ingólfsdóttir
Hefst 23. mars

Lesa meira

Innanhússhönnun - helgarnámskeið

Á námskeiðinu er kennd rýmishönnun innanhúss í þeim tilgangi að nýta rýmið sem best. Farið er yfir efnisval, lýsingu, gólfefni, málsetningar og vinnuferli rýmis t.d. eldhúss og staðsetningu tækja þar. Námskeiðið er að mestu verklegt og er góður grunnur fyrir tölvuvinnslu. Byrjað verður á grunnmynd, þar á eftir ásýndarmynd og að lokum er unnið með ísometríu. Áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð.
Leiðbeinandi: Sigurbjörg Pétursdóttir
Helgarnámskeið hefst 24. mars

Lesa meira

Arduino byrjendanámskeið

Arduino er opið vélbúnaðar- og hugbúnaðarumhverfi sem byggir á forritanlegri tölvueiningu sem getur unnið með margvíslega nema og skynjara og stjórnað búnaði. Þúsundir áhugamanna og atvinnumanna um allan heim hafa tekið ástfóstri við þetta tól og nota það til að gera ótrúlegustu hluti.
Leiðbeinandi: Halldór Axelsson
Hefst 27. mars

Lesa meira

Lærðu á Adobe forritin hjá okkur

 • InDesign - bæklingagerð
 • Farið yfir helstu atriði varðandi umbrotshönnun og framsetningu á texta, myndum og grafík.
 • Photoshop
  Kennt að nota helstu tól forritsins, lög (layers), valtól, maska, leiðir til að lagfæra og litaleiðrétta myndir ásamt fleiru.
 • Illustrator
  Kennt að nota helstu tól forritsins og undirstöðuatriði í teikningu. Verkefni á námskeiðinu eru m.a. teikningar, mynsturgerð og umbreyting á ljósmynd yfir í vektormynd.
 • Lightroom myndvinnsla
  Farið yfir umsýslu og skipulag myndasafns í innbyggðum gagnagrunni Lightroom. Farið m.a. í flokkun mynda og merkingar, lagfæringar á litum, birtu og öðrum stillingum ljósmyndar.
 • Skráning stendur yfir
Lesa meira

Kvikmyndanámskeið

Á námskeiðinu er farið yfir þá helstu hluti sem þarf að hafa í huga við tökur á tæknibrellum fyrir kvikmyndir. Þátttakendur vinna með myndefni sem þeir taka upp í ,,Green Screen", þrívíddarefni og VFX-klippur frá leiðbeinanda. Þetta er svo sett upp í Nuke ,,node based" eftirvinnsluforrit. Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að vera komnir með góðan grunn í tökum á tæknibrellum, Nuke forritinu og hafa góða færni til að kafa dýpra í forritið.
Leiðbeinandi:
Ingibjörg Lilja Guðmundsdóttir
Hefst 27. mars

Lesa meira

Málmsuða framhald

Verklegt námskeið sem ætlað er þeim sem hafa sótt grunnnámskeið í málmsuðu í Endurmenntunarskóla Tækniskólans á undanförnum árum.
Upprifjun á pinna- og magsuðu
Suða með basískum pinnasuðuvír
Aukið við kunnáttuna í magsuðu
Tigsuða á svörtu smíðastáli og ryðfríu stáli
Leiðbeinandi:
Guðmundur Ragnarsson
Hefst 27. mars

Lesa meira
Frá skemmtibátanámskeiði á Akureyri

Skemmtibátanámskeið fjarnám

Kennd eru bókleg atriði, sem krafist er skv. námskrá til skemmtibátaprófs, í siglingafræði, siglingareglum og stöðugleika.Veitir réttindi á að stjórna skemmtibát styttri en 24 m.
Leiðbeinandi:
Kjartan Örn Kjartansson
Hefst 27. mars

Lesa meira

Smáskipanámskeið 12 m fjarnám

Réttindin miðast við skip 12 m og styttri að skráningarlengd.
Leiðbeinandi:
Kjartan Örn Kjartansson o.fl.
Hefst 27. mars

Lesa meira
Unity3

Tölvuleikjagerð í þrívídd  grunnnámskeið

Á námskeiðinu er Unity 3D forritið kynnt og tölvuleikur búinn til. Þetta er forrit sem er notað í tölvuleikjagerð um allan heim. Áhersla er lögð á verklegar æfingar og mun nemendum m.a. gefast kostur á að vinna að eigin hugmyndum.
Leiðbeinandi: Berglind Fanndal Káradóttir
Hefst 28. mars

Lesa meira

Veðurfræði og útivist

Kennd verða áhrif fjalla og landslags á veður, einkum vinda, úrkomu og skýjafar. Farið er í megineinkenni veðurfars á Íslandi á öllum árstímum, hvernig hiti og vindur breytist með hæð. Þá er fjallað um jöklaveðráttu, skafrenning og megingerðir þoku. Leiðbeiningar eru gefnar um aðgengilegar veðurspár, hverjar gagnast vel og hverjar síður fyrir ferðalanga í misjöfnu veðri.
Leiðbeinandi: Einar Sveinbjörnsson
Haldið 28. mars

Lesa meira

Vefsíðuforritun í HTML, CSS og jQuery

Viltu læra að búa til vefsíðu?

Grunnnámskeið þar sem þú lærir þú að forrita vefsíðu frá grunni með HTML, CSS og jQuery. Þú lærir meðal annars meðhöndlun texta og mynda fyrir vef, hönnun leiðakerfa og uppsetningu vefs.Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu eða kunnáttu í forritun til að sækja námskeiðið. Tölvur eru á staðnum.

Leiðbeinandi: Karl Ágústsson
Hefst 28. mars

Lesa meira
endurmenntunarskolinn

ECDIS rafrænt sjókorta- og upplýsingakerfi

Á námskeiðinu er notað PL-10 kerfið frá Kongsberg. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið RADAR/ARPA námskeiði og hafi verulega þekkingu á sjókortum og silgingafræði. Hafi lokið réttindastigi A (B) til skipstjórnar.
Leiðbeinendur:
Björgvin Þór Steinsson 
og Vilbergur Magni Óskarsson
Hefst 3. apríl

Lesa meira

GPS staðsetningartæki og rötun

Á námskeiðinu er farið yfir öll helstu grunnatriði rötunar. Þátttakendur læra á áttavita, æfa sig í að lesa og vinna á kort bæði með stefnur, vegalengdir og staðsetningar. Farið er yfir allar helstu stillingar og notkunarmöguleika GPS staðsetningartækja, gögn unnin af kortum, skráð í tækin og gögn á tölvutæku formi flutt í og úr tæki. Einnig er kennt hvernig hægt er að vinna með GPS gögnin í tölvunni. Námskeiðið er tvö kvöld innandyra og ein útiæfing og hentar bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja upprifjun í notkun á GPS staðsetningartækjum.
Leiðbeinandi: Sigurður Jónsson
Hefst 3. apríl

Lesa meira