Safn

Spennandi námskeið á næstunni Skráning hafin fyrir vorönn

Tómstundanámskeið við allra hæfi og einnig hagnýt námskeið sem auka atvinnuréttindi þín. Námskeiðin eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Kannaðu málið!
Nánari upplýsingar:

514 9602 | endurmenntun@tskoli.is

Lesa meira
gjafabrefid

Gjafabréf

Gjafabréf Endurmenntunarskólans er hagnýt og skemmtileg jólagjöf fyrir fólk á öllum aldri. Gjafabréfið getur hljóðað upp á ákveðið námskeið eða upphæð að eigin vali sem hægt er að nota sem innborgun á námskeið.

Nánari upplýsingar:
514 9602 | endurmenntun@tskoli.is

Lesa meira

Eldsmíði

Námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á eldsmíði. Þátttakendur læra helstu vinnubrögð svo sem að slá fram, þrykkja,  kljúfa og fleira. Smíðaðir eru til dæmis hnífar, gafflar, skóhorn eða kertastjakar.
Leiðbeinandi: Sveinn Jóhannsson
Hefst 18. nóvember

Lesa meira

Málmsuða framhald

Verklegt námskeið sem ætlað er þeim sem hafa sótt grunnnámskeið í málmsuðu í Endurmenntunarskóla Tækniskólans á undanförnum árum.
Upprifjun á pinna- og magsuðu
Suða með basískum pinnasuðuvír
Tigsuða á svörtu smíðastáli og ryðfríu stáli
Leiðbeinandi:
Guðmundur Ragnarsson
Hefst 20. nóvember

Lesa meira

Photoshop fyrir byrjendur

Á námskeiðinu er kennt að nota helstu tól forritsins, lög (layers), valtól, maska, leiðir til að lagfæra og litaleiðrétta myndir ásamt fleiru. Farið er í upplausn og vistun mynda fyrir vef og prentun.
Leiðbeinandi:
Jón A. Sandholt
Hefst 21. nóvember

Lesa meira

Bólstrun fyrir byrjendur

Þátttakendur koma með sína eigin stóla til að vinna með. Æskilegt er að þátttakendur komi með meðalstóran viðráðanlegan stól á námskeiðið þar sem um byrjendanámskeið er að ræða.
Á námskeiðinu er farið í eftirfarandi:
Nýtingu efnis úr efnisstranga og val á efni
Undirvinnu og frágang fyrir og eftir klæðningu
Að sníða áklæði og skera svamp
Að strekkja og hefta áklæði
Að klæða hnappa (tölur)
Að handsauma snúrur
Að handsauma áklæði
O.fl.
Leiðbeinandi: Kristján Ágústsson
Hefst 22. nóvember

Lesa meira
Malmsuda_10

Málmsuða grunnur

Námskeiðið hentar byrjendum og einnig þeim sem eitthvað kunna og langar að rifja upp eða læra meira. Kennd er suða á smíðastáli með pinnasuðu, mag-suðu, logsuðu og einnig er æfð silfurkveiking. Grundvallaratriði eru skýrð í fyrirlestri fyrsta kvöldið en tvö seinni kvöldin er verkleg þjálfun.
Leiðbeinandi
: Guðmundur Ragnarsson
Hefst 4. desember

Lesa meira

Silfursmíði

Námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á smíði eðalmálma. Þátttakendur læra að beita helstu verkfærum gull- og silfursmíðinnar og að vinna með eldinn í mótun skartgripa. Þátttakendur smíða skartgripi eftir sínum eigin hugmyndum.
Leiðbeinendur: Harpa Kristjánsdóttir
og Halla Bogadóttir
Hefst 15. janúar og 23. janúar

Lesa meira

Innanhússhönnun

Á námskeiðinu er kennd rýmishönnun innanhúss í þeim tilgangi að nýta rýmið sem best. Farið er yfir efnisval, lýsingu, gólfefni, málsetningar og vinnuferli rýmis t.d. eldhúss og staðsetningu tækja þar. Námskeiðið er að mestu verklegt og er góður grunnur fyrir tölvuvinnslu. Byrjað verður á grunnmynd, þar á eftir ásýndarmynd og að lokum er unnið með þrívíddarteikningu. Áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð.
Leiðbeinandi: Sigurbjörg Pétursdóttir
Hefst 15. janúar

Lesa meira
Sveinsprof-Rafvirkjun

Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í rafvirkjun

Námskeið til upprifjunar fyrir sveinspróf í rafvirkjun.
Leiðbeinendur:
Kennarar Raftækniskólans
Hefst 15. janúar

Lesa meira

Víravirki

Kennd er gerð víravirkis allt frá undirbúningi efnis að fullunnu skarti. Þátttakendur fá sjálfir að spreyta sig á flestu sem viðkemur vinnu við gerð víravirkis, kveikja, snitta, vinna höfuðbeygjur, kornsetja, eldbera, pússa, pólera og ganga frá fullunnu víravirkisskarti.
Leiðbeinandi:
Harpa Kristjánsdóttir
Hefst 17. janúar

Lesa meira
SketchUp_4

SketchUp þrívíddarteikning

Á námskeiðinu er kennt á þrívíddarforritið SketchUp sem kemur frá Google og hægt að nálgast frítt á netinu. Forritið hentar fyrir margvíslegar teikningar svo sem af húsbyggingum, sólpöllum, innréttingum, innra skipulagi húsa, lóðum og jafnvel húslögnum. Tölvur eru á staðnum.
Leiðbeinandi:
Finnur Ingi Hermannsson
Hefst 22. janúar

Lesa meira
HusgagnavidgerdirFrettabref

Húsgagnaviðgerðir

Kennslan er kynning og sýnikennsla á þeim fjölmörgu efnum og aðferðum sem notuð eru til viðgerða á gömlum húsgögnum. Þátttakendur mæta með minni hluti eins og stól, náttborð eða innskotsborð til að vinna með.
Leiðbeinandi: Hallgrímur G. Magnússon
Hefst 23. janúar


Lesa meira

Skrautskrift fyrir byrjendur

Kennd er ákveðin tækni við að skrifa skrautskrift og notast er við algengustu skrautskriftina sem er Italic Calligraphy.
Leiðbeinandi: Brynhildur Björnsdóttir
Hefst 23. janúar

Lesa meira
AutoCAD2

AutoCAD

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að efla skilning þátttakenda á rýmum út frá tvívíðum teikningum. Fyrirkomulag námskeiðsins er fjarnám með fjórum staðbundnum lotum sem haldnar eru á laugardögum. Þátttakendur fá 45 daga aðgang að Innunni sem er kennsluvefur Tækniskólans og hafa aðgang að leiðbeinanda milli staðbundinna lotna í gegnum Innuna eða í tölvupósti.
Leiðbeinandi: Hannes Sigurjónsson
Hefst 3. febrúar

Lesa meira