Safn

Um 70 áhugaverð og spennandi námskeið á næstunni

Tómstundanámskeið við allra hæfi og einnig hagnýt námskeið sem auka atvinnuréttindi þín. Námskeiðin eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Kannaðu málið!
Nánari upplýsingar:

514 9602 | endurmenntun@tskoli.is

Lesa meira

Lightroom námskeið

Lightroom er eitt vinsælasta myndvinnsluforrit í heimi meðal atvinnuljósmyndara jafnt sem áhugafólks. Námskeiðið er fjögurra kvölda byrjendanámskeið. Tölvur eru á staðnum.
Leiðbeinandi:
Siguður Stefán Jónsson
Hefst 18. september

Lesa meira
SketchUp_4

SketchUp þrívíddarteikning

Á námskeiðinu er kennt á þrívíddarforritið SketchUp sem kemur frá Google og hægt að nálgast frítt á netinu. Forritið hentar fyrir margvíslegar teikningar svo sem af húsbyggingum, sólpöllum, innréttingum, innra skipulagi húsa, lóðum og jafnvel húslögnum. Tölvur eru á staðnum.
Leiðbeinandi:
Finnur Ingi Hermannsson
Hefst 20. september

Lesa meira
gitarsmidi_mynd

Gítarsmíði - viltu smíða rafmagnsgítar?

Á námskeiðinu er rafmagnsgítar handsmíðaður frá grunni. Hægt er að velja á milli  þess að smíða Telecaster, Stratocaster, Jazz bass, SG, P bass eða Thinline.
Leiðbeinandi: Gunnar Örn Sigurðsson
Hefst  21. september

Lesa meira
TresmidiKonur_Kollur

Trésmíði fyrir konur

Kennd eru rétt vinnubrögð við trésmíðavélar og handverkfæri fyrir trésmíði, samsetningu, samlímingu, pússningu og lökkun. Smíðaður er eldhúskollur með loki. Efni í kollinn er innifalið í námskeiðsgjaldi.
Leiðbeinandi: Sigríður Óladóttir
Hefst 25. september

Lesa meira
Revit-grunnur

Revit Architecture grunnnámskeið

Á námskeiðinu eru unnin sex verkefni þar sem farið er kerfisbundið í eitt verk. Byggt er upp módel fyrir ákveðið hús og út frá því fengnar grunnmyndir, snið og ásýndir sem svo í lokin er sett upp á blöð sem aðaluppdráttur.
Leiðbeinandi: Gunnar Kjartansson
Hefst 26. september

Lesa meira

Inventor grunnnámskeið

Á námskeiðinu eru unnin nokkur verkefni sem taka á grunnþáttum forritsins. Farið er í það hvernig hlutir eru mótaðir í þrívídd, settir upp á blað sem verkteikning og síðan settir saman í samsetningarteikningu.
Kennari: Gunnar Kjartansson
Hefst 26. september

Lesa meira

Tölvutækni og netkerfi fyrir kennara Nýtt

Námskeiðin veita réttindi til að nota kennsluefni frá Cisco Networking Academy, IT Essetials, CCNA Intoduction to Networking og CCNA Routing and Switching Essentials. Námskeiðinu er skipt í þrennt, hver hluti lýkur með prófi. Hægt er að taka eitt, tvö eða öll þrjú námskeiðin
1. hluti - IT Essentials
Farið er í tölvusamsetningu, uppsetningu á stýrikerfum og fyrirbyggjandi viðhald.
Einnig er farið í fartölvur, Android og iOS tæki.
Leiðbeinandi:
Emil Gautur Emilsson
Hefst 29. september

Lesa meira

Kvikmyndanámskeið - Nýtt

Á námskeiðinu er farið yfir helstu hluti sem þarf að hafa í huga við tökur á tæknibrellum fyrir kvikmyndir. Þátttakendur vinna með myndefni sem þeir taka upp í ,,Green Screen", þrívíddarefni og VFX-klippur frá leiðbeinanda. Þetta er svo unnið í After Effects og Premiere Pro frá Adobe.
Leiðbeinandi: Ingibjörg Lilja Guðmundsdóttir
Hefst 2. október

Lesa meira

Landslag - málun og skissuvinna

Námskeið í skissuvinnu og úrvinnslu málverks
Á námskeiðinu verða áhrif fjarlægðar á liti í landslagi skoðuð og hvernig móta má dýpt með litameðferð, myndbyggingu og áferð. Horft verður líka til himins og litbrigði í skýjum og íslensk birta skoðuð. Skissað verður með pastellitum eftir útsýni og ljósmyndum, sem unnið verður síðan með úr með akrýl- og/eða olíulitum.
Forkröfur: Þátttakendur þurfa að hafa lokið Olíumálun fyrir byrjendur eða hafi á annan hátt farið í litafræði og málað með olíu- eða akrýllitum.
Leiðbeinandi:
Anna Gunnlaugsdóttir
Hefst 2. október

Lesa meira

Skissuteikning

Farið er í undirstöðu skissutækninnar. Lögð  er áhersla á línur og einföld form. Nánasta umhverfi verður skoðað og rými innanhúss og utan. Þátttakendur vinna í skissubækur, gera einfaldar æfingar með býanti og penna, skoða skyggingar og fleira
Leibeinandi: Kolbrún Sigurðardóttir
Hefst 2. október

Lesa meira

Forritun í C#

Á námskeiðinu er farið í grunnþætti forritunar. Notast er við C# forritunarmálið sem kemur úr smiðju Microsoft. Námskeiðið er ætlað byrjendum og hugsað fyrir þá sem vilja kynna sér undirstöðuatriði forritunar.
Leiðbeinandi: Konráð Guðmundsson
Hefst 9. október

Lesa meira
Malmsuda_10

Málmsuða grunnur

Námskeiðið hentar byrjendum og einnig þeim sem eitthvað kunna og langar að rifja upp eða læra meira. Kennd er suða á smíðastáli með pinnasuðu, mag-suðu, logsuðu og einnig er æfð silfurkveiking. Grundvallaratriði eru skýrð í fyrirlestri fyrsta kvöldið en tvö seinni kvöldin er verkleg þjálfun.
Leiðbeinandi
: Guðmundur Ragnarsson
Hefst 9. október

Lesa meira

Photoshop fyrir byrjendur

Á námskeiðinu er kennt að nota helstu tól forritsins, lög (layers), valtól, maska, leiðir til að lagfæra og litaleiðrétta myndir ásamt fleiru. Farið er í upplausn og vistun mynda fyrir vef og prentun.
Leiðbeinandi:
Jón A. Sandholt
Hefst 10. október

Lesa meira
RafeindaSmidakennari_10

Rafeindatækni fyrir byrjendur

Fjarnám með þremur staðbundnum lotum og
45 daga aðgangi að kennsluvef Innu. Námskeiðið hentar öllum áhugasömum um rafmagns- og rafeindatækni.
Leiðbeinandi:
Sigursteinn Sigurðsson
Hefst 13. október

Lesa meira