Safn

Yfir 70 áhugaverð og spennandi námskeið á haustönn

Bjóðum upp á tómstundanámskeið við allra hæfi og einnig hagnýt námskeið sem auka atvinnuréttindi þín. Námskeiðin eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Kannaðu málið!
Nánari upplýsingar:

514 9602 | endurmenntun@tskoli.is

Lesa meira
Frá skemmtibátanámskeiði á Akureyri

Skemmtibátanámskeið fjarnám

Kennd eru bókleg atriði, sem krafist er skv. námskrá til skemmtibátaprófs, í siglingafræði, siglingareglum og stöðugleika.Veitir réttindi á að stjórna skemmtibát styttri en 24 m.
Leiðbeinandi:
Kjartan Örn Kjartansson
Hefst 28. ágúst

Lesa meira

Smáskipanámskeið 12 m fjarnám

Réttindin miðast við skip 12 m og styttri að skráningarlengd.
Leiðbeinandi:
Kjartan Örn Kjartansson o.fl.
Hefst 28. ágúst

Lesa meira

Lærðu á Adobe forritin hjá okkur

 • InDesign - bæklingagerð
 • Farið yfir helstu atriði varðandi umbrotshönnun og framsetningu á texta, myndum og grafík.
 • Photoshop
  Kennt að nota helstu tól forritsins, lög (layers), valtól, maska, leiðir til að lagfæra og litaleiðrétta myndir ásamt fleiru.
 • Illustrator
  Kennt að nota helstu tól forritsins og undirstöðuatriði í teikningu. Verkefni á námskeiðinu eru m.a. teikningar, mynsturgerð og umbreyting á ljósmynd yfir í vektormynd.
 • Lightroom myndvinnsla
  Farið yfir umsýslu og skipulag myndasafns í innbyggðum gagnagrunni Lightroom. Farið m.a. í flokkun mynda og merkingar, lagfæringar á litum, birtu og öðrum stillingum ljósmyndar.
 • Skráning stendur yfir
Lesa meira

Innanhússhönnun

Á námskeiðinu er kennd rýmishönnun innanhúss í þeim tilgangi að nýta rýmið sem best. Farið er yfir efnisval, lýsingu, gólfefni, málsetningar og vinnuferli rýmis t.d. eldhúss og staðsetningu tækja þar. Námskeiðið er að mestu verklegt og er góður grunnur fyrir tölvuvinnslu. Byrjað verður á grunnmynd, þar á eftir ásýndarmynd og að lokum er unnið með ísometríu. Áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð.
Leiðbeinandi: Sigurbjörg Pétursdóttir
Hefst 6. sept. og 25. sept.

Lesa meira

Myndlistarnámskeið

Bjóðum upp á fjölbreytt úrval myndlistarnámskeiða.
Andlit/portrett
Teiknun og málun
Landslag - málun og skissuvinna
Skissuvinna og úrvinnsla málverks
• Málað með spaða

Skissuvinna og málun með akrýllitum
• Olíumálun/litafræði fyrir byrjendur

Megináhersla er lögð á litafræði og myndbyggingu.
• Skissuteikning
Lögð áhersla á línur og einföld form.
• Teikning fyrir byrjendur

Áhersla er lögð á grunnþætti teikningar, form, hlutföll og skyggingu.
Skráning stendur yfir

Lesa meira

GPS staðsetningartæki og rötun

Á námskeiðinu er farið yfir öll helstu grunnatriði rötunar. Þátttakendur læra á áttavita, æfa sig í að lesa og vinna á kort bæði með stefnur, vegalengdir og staðsetningar. Farið er yfir allar helstu stillingar og notkunarmöguleika GPS staðsetningartækja, gögn unnin af kortum, skráð í tækin og gögn á tölvutæku formi flutt í og úr tæki. Einnig er kennt hvernig hægt er að vinna með GPS gögnin í tölvunni. Námskeiðið er tvö kvöld innandyra og ein útiæfing og hentar bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja upprifjun í notkun á GPS staðsetningartækjum.
Leiðbeinandi: Sigurður Jónsson
Hefst 11. september

Lesa meira
Malmsuda_10

Málmsuða grunnur

Námskeiðið hentar byrjendum og einnig þeim sem eitthvað kunna og langar að rifja upp eða læra meira. Kennd er suða á smíðastáli með pinnasuðu, mag-suðu, logsuðu og einnig er æfð silfurkveiking. Grundvallaratriði eru skýrð í fyrirlestri fyrsta kvöldið en tvö seinni kvöldin er verkleg þjálfun.
Leiðbeinandi
: Guðmundur Ragnarsson
Hefst 11. september

Lesa meira

Silfursmíði

Fyrir þá sem hafa áhuga á smíði eðalmálma. Þátttakendur læra að beita helstu verkfærum gull- og silfursmíðinnar og að vinna með eldinn í mótun skartgripa. Þátttakendur smíða skartgripi eftir sínum eigin hugmyndum.
Leiðbeinendur: Halla Bogadóttir og Harpa Kristjánsdóttir
Hefst 11. sept. og 26. sept.

Lesa meira
Saumanamskeid

Saumanámskeið fyrir byrjendur

Þátttakendum er kennt að tileinka sér grundvallaratriði í fatasaumi svo þeir geti unnið á saumavél og saumað flík að eigin vali.
Leiðbeinandi:
Bryndís Böðvarsdóttir
Hefst 11. september

Lesa meira

Víravirki

Á námskeiðinu er kennd gerð víravirkis allt frá undirbúningi efnis að fullunnu skarti. Þátttakendur fá sjálfir að spreyta sig á flestu sem viðkemur vinnu við gerð víravirkis, kveikja, snitta, vinna höfuðbeygjur, kornsetja, eldbera, pússa, pólera og ganga frá fullunnu víravirkisskarti. Fjallað er um mismunandi tegundir þjóðbúningasilfurs, svo og tímabil í íslenskri þjóðbúningargerð.
Leiðbeinandi:
Harpa Kristjánsdóttir
Hefst 13. september

Lesa meira
app_android

App fyrir Android

Farið í grunnhugtök í gerð app fyrir Android og MIT App Inventor tólið frá MIT kynnt fyrir þátttakendum. Ferlið fyrir app er útskýrt og framkvæmt þannig að þátttakendur fá sitt eigið app fyrir símann eða spjaldtölvuna.
Leiðbeinandi: Berglind Fanndal Káradóttir
Hefst 18. september

Lesa meira
SketchUp_4

SketchUp þrívíddarteikning

Á námskeiðinu er kennt á þrívíddarforritið SketchUp sem kemur frá Google og hægt að nálgast frítt á netinu. Forritið hentar fyrir margvíslegar teikningar svo sem af húsbyggingum, sólpöllum, innréttingum, innra skipulagi húsa, lóðum og jafnvel húslögnum.
Leiðbeinandi:
Finnur Ingi Hermannsson
Hefst 20. september

Lesa meira

Gítarsmíði - viltu smíða rafmagnsgítar?

Á námskeiðinu er rafmagnsgítar handsmíðaður frá grunni. Hægt er að velja á milli  þess að smíða Telecaster, Stratocaster, Jazz bass, SG, P bass eða Thinline.
Leiðbeinandi: Gunnar Örn Sigurðsson
Hefst  21. september

Lesa meira
Revit-grunnur

Revit Architecture grunnnámskeið

Á námskeiðinu eru unnin sex verkefni þar sem farið er kerfisbundið í eitt verk. Byggt er upp módel fyrir ákveðið hús og út frá því fengnar grunnmyndir, snið og ásýndir sem svo í lokin er sett upp á blöð sem aðaluppdráttur.
Leiðbeinandi: Gunnar Kjartansson
Hefst 26. september

Lesa meira