Veikindi - forföll

Fjarvistir vegna veikinda

Vottorð vegna veikinda

Ef nemandi getur ekki mætt í kennslustund vegna veikinda er ekki þörf á að hringja í skólann.

Nemendur sem eru orðnir 18 ára þurfa að skila læknisvottorði á skrifstofu skólans innan viku frá þeim degi sem þeir koma aftur í skólann eftir veikindi. Fjarvistastig vegna veikinda eru felld niður upp að 93%. 

Nemendur yngri en 18 ára geta skilað skriflegu vottorði um veikindi frá forráðamanni. Skólinn staðfestir móttöku slíkra vottorða með tölvupósti til forráðamanns. Ekki er tekið við vottorðum vegna fjarvista hluta úr degi.

Forráðamenn geta einnig skráð veikindi nemenda undir 18 ára beint inn í Innu
Eingöngu er hægt að skrá veikindi samdægurs eða einn dag fram í tímann.

Vottorð þurfa að vera fyrir heila daga - ekki er tekið við vottorðum vegna fjarvista hluta úr degi. 

Leiðbeiningar - aðstandendur nemenda undir 18 ára aldri geta skráð veikindi í Innu:

Valið er Stillingar -> Skrá veikindi.

Rafræn veikindaskráning

Þar eru skráðar veikindatilkynningar, einnig er hægt að setja inn athugasemd ef við á. Veikindatilkynning er send inn með því að smella á pennann og þá kemur upp tilkynningu ef skráning tókst.Rafræn veikindaskráning

Starfsmaður skólans þarf að samþykkja veikindaskráningu í gegnum Innu til þess að það færist inn í viðveruskráningu nemandans. Þegar veikindaskráning er á staðfest þá sendist póstur á þann sem átti færsluna.

Þegar veikindatilkynning er samþykkt þá skráist það í viðveruskráningu með kóðanum W.

Veikindi á námsmatstíma - í prófum

Ef nemandi er ófær vegna vottaðra veikinda að leysa lykilmatsþátt1 þegar hann skal unninn þá skal boðið upp á annan námsmatstíma í samráði við kennara.
Ef nemandi er ófær vegna vottaðra veikinda að leysa lokamatsþátt2 þá skal boðið upp á námsmatstíma í síðustu kennslustund annar. Sjá nánar um veikindaskráningu hér síðunni.

Þ.e.a.s.  ef nemandi er ekki orðinn 18 ára þá getur forráðamaður staðfest veikindi. Ef nemandi er 18 ára þá þarf að koma með læknisvottorð fyrir daginn sem lokamatsþátturinn fór fram. 
Nemandi hefur svo samband við kennara og færa nýjan námsmatstíma í samráði við hann.   

Langvinn veikindi

Nemendum sem eiga við langvinna eða þráláta sjúkdóma að stríða eða verða fyrir áföllum sem hamla skólagöngu þeirra á önninni er bent á að ræða við námsráðgjafa.

Íþróttir

Þeir nemendur sem ekki geta stundað íþróttir verða að skila vottorði innan viku frá afhendingu stundaskrár.