Val - Valdagur

Valdagur

Á valdegi staðfesta nemar umsókn um skólavist á næstu önn. Á valdegi eru allir umsjónakennarar til viðtals.

Nemendur verða að hitta umsjónarkennara eigi síðar en á valdegi, yfirfara með honum valið.  Mikilvægt er að nemendur í dagnámi velji rétta áfanga miðað við námskipan viðkomandi brauta.  Nemendur geta breytt vali sínu í Innu og eru hvattir til að yfirfara val sitt áður en þeir mæta til umsjónakennara. Bæði nemendur og umsjónakennar staðfesta valið í Innu. 

Nemendur sem óska eftir að skipta um braut á næstu önn gera það á rafrænu formi í síðasta lagi á valdegi. Þeir nemendur sem sækja um brautaskipti þurfa ekki að velja áfanga.

Áríðandi er að nemendur sem óska eftir áframhaldandi skólavist á næstkomandi önn staðfesti umsóknina með því að greiða álagt staðfestingargjald kr.5000. Þá þurfa þeir ekki að sækja aftur formlega um í gegnum Menntagátt.

Að yfirfara val þýðir:

  • að áfangavalið standist undanfarareglur 
  • að nemandinn sé að velja þá áfanga sem þarf til að námsframvinda hans verði hnökralaus 
  • að fjöldi valinna eininga í aðalvali sé réttur 
  • allt að 18 einingar í bóklegu 
  • allt að 21 eining í verklegu og fagbóklegu 
  • undantekningar má gera á útskriftarönn og þar sem skipulag brautar krefst þess 
  • ekki færri en 12 einingar 
  • að einn til þrír áfangar séu í varavali.

Brautarskipti: 

Nemendur sem ætla að óska eftir brautaskiptum gera það í síðasta lagi á valdegi hér.