Skólareglur og skólasókn

Skólareglur og skólasókn

Reglur um mætingu og almennar skólareglur

Skólasókn - reglur 

 1. Nemendur skulu sækja allar kennslustundir í þeim áföngum sem þeir hafa valið sér og mæta stundvíslega.
 2. Ef nemandi mætir ekki í skólann eða gerir grein fyrir fjarveru sinni fyrstu kennsluvikuna, er litið svo á að hann ætli ekki að stunda nám í skólanum.
 3. Sé nemandi fjarverandi úr kennslustund eða fjarverandi meira en 20 mínutur af kennslustund fær hann tvö fjarvistarstig.
 4. Komi nemandi of seint til kennslu fær hann eitt fjarvistarstig fyrir.
 5. Skólasóknareinkunn er gefin fyrir heildarmætingu. Nemendur sem stunda nám í færri en 9 einingum fá ekki skólasóknareinkunn.
 6. Fyrir góða raunmætingu, 95-100% fær nemandi eina námseiningu sem nýtist sem hluti af frjálsu vali.
 7. Reglulega er gerð úttekt á skólasókn nemenda. Nemendur sem ekki fylgja reglum um skólasókn fá senda áminningu í gegnum Innu. Við endurtekin brot á reglum um skólasókn áskilur skólinn sér rétt til að vísa nemandanum úr skólanum.
 8. Fari nemandi niður fyrir 80% heildarmætingu áskilur skólinn sér rétt til að vísa honum úr skóla. Hafi nemandi fengið áminningu og verið vísað úr skólanum, á nemandinn ekki rétt á skólavist á næstu önn 
 9. Hægt er að veita undaþágu á skólasóknarreglum fyrir afreksfólk í samræmi við kafla 16.2 í aðalnámskrá. Nemandi sem hyggst nýta sér undanþágu skal skila inn viðeigandi gögnum til viðkomandi skólastjóra. 

Einkunnir fyrir skólasókn

97-100% eink. 10 - 1 ein.
95-96,99% eink. 9 - 1 ein.
91-94,99% eink. 8 - 0 ein.
88-90,99%  eink. 7 - 0 ein.
84-87,99% eink. 6 - 0 ein.
79,50-83,99% eink. 5 - 0 ein.
75-79,49%  eink. 4 - 0 ein.
70-74,99% eink. 3 - 0 ein.
65-69,99% eink. 2 - 0 ein.
Minna en 64,9% eink. 1 - 0 ein.

Kvartanir vegna fjarvistaskráningar eiga að berast til kennara áfangans.

Veikindi - Læknisvottorð 

Sjá nánar á: Veikindaskráning - leiðbeiningar

Langvinn veikindi: 
Nemendum sem eiga við langvinna eða þráláta sjúkdóma að stríða eða verða fyrir áföllum sem hamla skólagöngu þeirra á önninni er bent á að ræða við námsráðgjafa.

Íþróttir: 
Þeir nemendur sem ekki geta stundað íþróttir verða að skila vottorði innan viku frá afhendingu stundaskrár, sjá nánar hér.

Almennar skólareglur

 1. Nemendur skulu sækja allar kennslustundir og koma stundvíslega til kennslu.
 2. Ef kennsla hefst ekki stundvíslega og forföll kennara hafa ekki verið tilkynnt skulu nemendur spyrjast fyrir um orsökina á skrifstofu skólans.
 3. Nemendur skulu sýna góða umgengni í skólanum og á lóð hans.
 4. Reykingar og öll notkun tóbaks, þ.m.t. munntóbaks og rafsígarettna eru óheimilar í húsnæði og á lóð framhaldsskóla.
 5. Nemendur skólans mega ekki hafa áfengi eða önnur vímuvaldandi efni um hönd né mæta undir áhrifum þeirra í skólann. Á skemmtunum skólans gilda þær reglur er skólameistarar setja og eru í samræmi við fyrirmæli mennta-og menningarmálaráðuneytisins.
 6. Óheimilt er að neyta matar og sælgætis í kennslustofum, bókasafni og tölvuveri.
 7. Neysla drykkja í kennslustofum og á bókasafni er aðeins leyfð í ílátum sem hægt er að loka tryggilega. Í tækjastofum er neysla drykkja þó
  ekki leyfð.
 8. Notkun á farsíma eða öðrum snjalltækjum í kennslustund er háð heimild/samþykki kennara hverju sinni.  
 9. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á verðmætum sínum.
 10. Spjöll sem nemendur kunna að vinna á húsnæði skólans eða eigum hans skulu þeir bæta að fullu.
 11. Á Skólavörðuholti mega nemendur leggja bifreiðum sínum milli skólans og Hallgrímskirkju og á stæði neðan Vörðuskóla. Á lóð skólans með innkeyrslu frá Vitastíg eru stæði eingöngu ætluð starfsfólki. Við Háteigsveg mega nemendur leggja bifreiðum sínum á sérmerkt bílastæði.
 12. Brot á reglum þessum geta leitt til brottvísunar úr skóla.

Reglur um tölvunotkun

 • Tölvubúnaður Tækniskólans  er eign skólans og einungis ætlaður til náms, kennslu, kynningar og annarra þátta er samræmast markmiðum skólans.
 • Nemendur, sem eru að vinna verkefni vegna náms, hafa forgang í tölvur skólans.
 • Handhafi notendanafns í tölvukerfi skólans er ábyrgur fyrir allri notkun þess.
 • Skólinn áskilur sér rétt til að fara yfir, skoða og eyða gögnum á gagnasvæðum nemenda til að tryggja að reglum um notkun búnaðarins sé fylgt.
 • Gert er ráð fyrir að hver nemandi hafi til umráða heimasvæði (skydrive.microsoft.com). Aðgangs-og lykilorð að heimasvæði
  eru þau sömu og í Innu.

Óleyfilegt er:

 • að veita öðrum aðgang að notandanafni sínu.
 • að reyna að tengjast tölvubúnaði skólans með öðru notandanafni en því sem notandi hefur fengið úthlutað.
 • að nota aðgang að neti skólans til þess að reyna að komast ólöglega inn á net eða tölvur í eigu annarra.
 • að sækja, senda, geyma eða nota á neti skólans forrit sem hægt er að nota til innbrota eða annarra skemmdarverka.
 • að breyta vinnuumhverfi á tölvum skólans þannig að það hafi áhrif á umhverfi og notkunarmöguleika annarra notenda.
 • að breyta, afrita eða fjarlægja vélbúnað, hugbúnað eða gögn sem eru í eigu skólans.
 • að afrita hugbúnað eða gögn í eigu annarra án leyfis eiganda.
 • að setja inn hugbúnað á tölvur skólans án samþykkis kerfisstjóra.
 • að senda, sækja eða geyma klámefni eða ofbeldisefni.
 • að senda keðjubréf og annan ruslpóst.
 • að nota leiki í tölvunum aðra en þá sem fylgja Windows kerfinu.
 • að hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp í gegnum netið án leyfis.
 • að sækja tónlist eða hreyfimyndir frá útlöndum.
 • að sækja mikið efni frá útlöndum án leyfis.
 • að sækja mjög mikið efni án leyfis, t.d. kvikmyndir.
 • að aðhafast nokkuð sem getur valdið öðrum notendum kerfisins óþægindum.
 • að leyna uppruna sínum.
 • að tengja óskráða tölvu við netið.
 • að tengja óuppfærða tölvu við netið.
 • meðferð hvers konar matvæla er bönnuð í tölvuverum og tölvustofum skólans.

Brot á þessum reglum geta leitt til lokunar á aðgangi að tölvum skólans og, sé um alvarlegt eða endurtekið brot að ræða, brottvísunar úr skóla.