Námskröfur

Námskröfur

Námskröfur

 1. Nemandi skal ljúka 9 einingum á önn hið minnsta.
 2. Heimilt er að víkja frá þessu ákvæði ef um er að ræða:
  • Sérstaka erfiðleika í námi, svo sem lesröskun eða fötlun.
  • Lokaönn í námi.
  • Nemendur á námssamningi.
 3. Nemandi sem fellur á önn fær aðeins heimild til innritunar á næstu önn hafi hann haft meira en 70% mætingu á önninni og geri samning um ástundun og skólasókn.
 4. Nemandi sem fallið hefur á tveimur önnum í röð eða þrem önnum samtals fær ekki skólavist á næstu önn.

Um fall í einstökum áföngum

Falli nemandi þrisvar í sama áfanga þarf nemandi að sækja um undanþágu til skólastjóra ef hann vill halda námi áfram. Skólastjóri metur aðstæður nemandans og heimilar frekari skólavist eða hafnar. Jafnframt vísar skólastjóri nemandanum til námsráðgjafa.

Kröfur um námsframvindu á K2 tækni og vísindaleiðinni

 • Til þess að standast áfanga þarf nemandi að ná lokaeinkunn 5,0 eða hærra í hverjum áfanga. Lokaeinkunn í áfanga byggist á símati. Vægi hvers matsþáttar er breytilegt milli einstakra áfanga og er vægið tilgreint í kennsluáætlun. Nemandi skal ætíð sinna verkefnum sínum sjálfur og vinna þau samkvæmt fyrirmælum kennara innan þess tímaramma sem er fyrirfram uppgefinn. Til þess að færast á milli bekkja þarf nemandi að ná að minnsta kosti 5,0 í öllum áföngum.
 • Falli nemandi í áfanga á nemandinn kost á því að taka úrbótapróf eða -verkefni gegn gjaldi. Úrbótapróf og/eða –verkefni skulu þreytt í lok annar (desember eða maí). Einkunn nemanda úr úrbótaprófi eða –verkefni mun gilda 100%. Nemandi má að hámarki þreyta úrbótapróf eða –verkefni einu sinni fyrir hvern áfanga. Nemandi má að hámarki þreyta úrbótapróf þrisvar sinnum á námstímanum.
 • Falli nemandi í úrbótaprófi eða –verkefni telst nemandi fallinn í bekk og getur sótt um til skólastjóra um að fá að setjast aftur í sama bekk. Þeir eiga þá þann kost að fá metna áfanga þar sem einkunn er 7,0 eða hærri (að undanskildum íþróttaáföngum). 
 • Nemandi getur útskrifast sem stúdent með einkunn 4,0 í einum eða tveimur áföngum. Í slíkum tilfellum fær nemandinn engar einingar fyrir áfangann. Ákvæðið gildir eingöngu um lokaáfanga eða staka áfanga. Einingafjöldinn til stúdentsprófs á brautinni má þó aldrei verða minni en 210 einingar, sbr. brautarlýsingu K2 tækni- og vísindaleið.
 • Nemendur sem ekki hafa náð lágmarkseinkunn og una eigi mati kennara geta snúið sér til skólameistara sem skipar óvilhallan prófdómara sem metur verkefni nemandans. Úrskurður prófdómara er endanlegur.