Námskröfur

Námskröfur og fall í einstökum áföngum

Námskröfur

  1. Nemandi skal ljúka 9 einingum á önn hið minnsta.
  2. Heimilt er að víkja frá þessu ákvæði ef um er að ræða:
    • Sérstaka erfiðleika í námi, svo sem lesröskun eða fötlun.
    • Lokaönn í námi.
    • Nemendur á námssamningi.
  3. Nemandi sem fellur á önn fær aðeins heimild til innritunar á næstu önn hafi hann haft meira en 70% mætingu á önninni og geri samning um ástundun og skólasókn.
  4. Nemandi sem fallið hefur á tveimur önnum í röð eða þrem önnum samtals fær ekki skólavist á næstu önn.

Um fall í einstökum áföngum

Falli nemandi þrisvar í sama áfanga þarf nemandi að sækja um undanþágu til skólastjóra ef hann vill halda námi áfram. Skólastjóri metur aðstæður nemandans og heimilar frekari skólavist eða hafnar. Jafnframt vísar skólastjóri nemandanum til námsráðgjafa.