Inntökuskilyrði

Almenn inntökuskilyrði

  • Allir sem lokið hafa grunnskóla geta sótt um inngöngu í Tækniskólann.
  • Nemendur verða að innritast í einhvern af skólunum, eftir áhugasviði hvers og eins.
  • Skólar Tækniskólans eru margvíslegir og gilda ekki sömu reglur um innritun í þá alla.
  • Til viðmiðunar við val á nemendum er stuðst við einkunnir á skólaprófum, sérstaklega stærðfræði, raungreinum, ensku og íslensku, einkunnir í öðru námi og mætingu og öðrum þáttum sem máli skipta.
  • Þeir sem ekki hafa fullgilda einkunn úr grunnskóla fá aðstoð við að ná upp þeim greinum.
  • Meistaranám: Til að geta hafið meistaranám verður nemandi að hafa lokið sveinsprófi í viðkomandi iðngrein.

Viðmiðunartafla við innritun

Braut Einkunn úr grunnskóla í ensku, íslensku og stærðfræði
Almenn inntökuskilyrði í Tækniskólann       C
Vélstjórn (Véltækniskólinn) B
Tölvubraut (Upplýsingatækniskólinn) B
Hönnunar- og nýsköpunarbraut (Tæknimenntaskólinn) B
Náttúrufræðibraut (Tæknimenntaskólinn) flugtækni, raftækni, skipstækni, tölvutækni,
véltækni
B
K2 Tækni- og vísindaleið (Upplýsingatækniskólinn) B+ (í ens og stæ og einni viðbótargrein)
Almenn braut: Byggingatækniskólans, Handverksskólans, Raftækniskólans, Véltækniskólans og Upplýsingatækniskólans* D
  • *Nemendur sem fá D í einni eða fleiri grein (íslensku, ensku, stærðfræði) fara í upprifjunaráfanga í þeim greinum, en hefja jafnframt nám á framhaldsskólastigi í öðrum almennum greinum og í faggreinum brautarinnar. Þegar þeir hafa náð upprifjunaráföngum, flytjast þeir yfir í grunndeild viðkomandi skóla.


Inntökureglur skóla

Byggingatækniskólinn

Grunndeild bygginga- og mannvirkjagreinar
Inntökuskilyrði: Nemendur sem innritast í grunnnám í bygginga‐ og mannvirkjagreinum þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla með lágmarkseinkunn C í íslensku, ensku og stærðfræði.

Húsgagnasmíði
Inntökuskilyrði: Að hafa lokið grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina. Þeir sem hafa náð 20 ára aldri eða hafa stúdentspróf geta innritað sig beint á brautina.

Húsasmíði
Inntökuskilyrði: Að hafa lokið grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina. Þeir sem hafa náð 20 ára aldri eða hafa stúdentspróf geta innritað sig beint á brautina.

Múrariðn
Inntökuskilyrði:  Að hafa lokið grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina. Þeir sem hafa náð 20 ára aldri eða hafa stúdentspróf geta innritað sig beint á brautina.

Málaraiðn
Inntökuskilyrði:  Að hafa lokið grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina. Þeir sem hafa náð 20 ára aldri eða hafa stúdentspróf geta innritað sig beint á brautina.

Pípulagnir
Inntökuskilyrði:  Að hafa lokið grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina. Þeir sem hafa náð 20 ára aldri eða hafa stúdentspróf geta innritað sig beint á brautina.

Vegg- og dúklögn
Inntökuskilyrði:  Að hafa lokið grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina. Þeir sem hafa náð 20 ára aldri eða hafa stúdentspróf geta innritað sig beint á brautina.

Tækniteiknun 
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám á tækniteikningu þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn C í íslensku, ensku og stærðfræði.

Handverksskólinn - hár gull föt

Hársnyrtiiðn
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám á hársnyrtibraut þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn C í íslensku, ensku og stærðfræði. 

Gull- og silfursmíði
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám í gull- og silfursmíði þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn C í íslensku, ensku og stærðfræði. 

Fatatæknir 
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám á fatatækni þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn C í íslensku, ensku og stærðfræði. 

Klæðskurður
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám í klæðskurði þarf að hafa lokið námi í fatatækni.

Kjólasaumur
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám í kjólasaumi þarf að hafa lokið námi í fatatækni.

Margmiðlunarskólinn - Tækniakademían

Inntökuskilyrði er útskrift úr framhaldsskóla eða sambærilegt. Auk þess þurfa umsækjendur að hafa góða kunnáttu í tölvum og ensku. Hafi umsækjandi ekki viðeigandi menntun en getur sýnt fram á framúrskarandi hæfni á tilteknu sviði er hægt að meta það sérstaklega. Skólinn getur þó óskað eftir því að viðkomandi bæti við sig undirbúningsgreinum.

Umsókn: Umsækjendur þurfa að skila inn ferilmöppu (e. portfolio) og staðfestum gögnum um námsárangur frá öðrum skólum. Inntökunefnd fer yfir umsóknir og getur kallað umsækjendur til viðtals. Farið er með öll gögn sem trúnaðarmál.

Meistaraskólinn - Tækniakademían

Inntökuskilyrði í iðnmeistaranám er fullgilt sveinspróf.

Vefskólinn – Tækniakademían

Miðað er við að nemendur sem hefja nám í viðmótsforritun hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun auk þess að hafa góða grunnþekkingu á tölvum og í ensku. Ef umsækjandi hefur starfsreynslu í viðmótsforritun eða skyldum greinum verður það metið sérstaklega. Skólinn getur sett skilyrði um að umsækjandi bæti við sig undirbúningsgreinum. Sérstök nefnd fer yfir umsóknargögn. Umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði og hafa skilað staðfestum gögnum um námsárangur frá öðrum skólum fá boð í inntökuviðtal. Í inntökuviðtali er mat lagt á færni í rökhugsun og skapandi vinnu. Farið verður með umsókn og fylgigögn sem trúnaðarmál.

Raftækniskólinn

Grunnnám rafiðna GR14
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám í grunnnámi rafiðna þarf að hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi hætti með lágmarkseinkunnina C í íslensku og ensku en B í stærðfræði. 

Grunnnám rafiðna – hraðferð GR14H

Inntökuskilyrði: Hafa lokið stúdentsprófi eða hafa lokið öllum almennum greinum brautarinnar.

Rafvirkjun samningsleið RK14S
Inntökuskilyrði: Grunnnám rafiðna.

Rafvirkjun verknámsleið RK14V
Inntökuskilyrði: Grunnnám rafiðna.

Rafeindavirkjun RE14
Inntökuskilyrði: Grunnnám rafiðna.

Rafvélavirkjun
Inntökuskilyrði: Grunnnám rafiðna.

Rafveituvirkjun

Inntökuskilyrði: Grunnnám rafiðna.

Hljóðtækni
Inntökuskilyrði eru að nemendur hafi lokið 90 feiningum í framhaldsskóla með lágmark 10 feiningar í stærðfræði, íslensku og ensku á 2. þrepi. Æskilegt er að nemandi hafi reynslu eða menntun á tónlistarsviði.

Skipstjórnarskólinn

Inntökuskilyrði: Til að hefja nám í skipstjórarskólanum þarf að hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi hætti með lágmarkseinkunnina C í íslensku, ensku og stærðfræði.

Skipstjórnarbraut A, 24m
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám í skipstjórn þarf að hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi hætti með lágmarkseinkunnina C í íslensku, ensku og stærðfræði. Gert er ráð fyrir að umsækjendur um skipstjórnarnám A (<24 m skipstjórnarréttindi) hafi náð 18 ára aldri við innritun.

Skipstjórnarbraut B, 45m
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám í skipstjórn þarf að hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi hætti með lágmarkseinkunnina C í íslensku, ensku og stærðfræði.

Skipstjórnarbraut C, 3000Bt
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám í skipstjórn þarf að hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi hætti með lágmarkseinkunnina C í íslensku, ensku og stærðfræði.

Skipstjórnarbraut D, ótakmörkuð réttindi
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám í skipstjórn þarf að hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi hætti með lágmarkseinkunnina C í íslensku, ensku og stærðfræði.

Skipstjórnarbraut E, Varðskipadeild.
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám í varðskipadeild þarf að hafa lokið skipstjórnarbraut D með fullnægjandi hætti með lágmarkseinkunnina 7 í siglingafræði, siglingareglum, íslensku, ensku og stærðfræði.


Tæknimenntaskólinn

Hönnunar- og nýsköpunarbraut til stúdents
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám á brautinni þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði.

Hönnunar- og nýsköpunarbraut - fornám
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám á hönnunar- og nýsköpunarbraut í fornám þarf að hafa lokið stúdentsprófi eða hafa lokið öllum almennum greinum brautarinnar.

Náttúrufræðibraut flugtækni
Inntökuskilyrði : Til að hefja nám á náttúrufræðibraut flugtækni þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði. Sérgreinar brautarinnar, bóklegt nám til einkaflugmanns, fá þeir nemendur sem innritast beint á brautina í upphafi framhaldsskólanáms. Nemendur taka sérgreinar brautarinnar á 3. eða 4. námsári sínu.

Náttúrufræðibraut raftækni
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám á náttúrufræðibraut raftækni þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði.


Náttúrufræðibraut skipstækni
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám á náttúrufræðibraut skipstækni þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði.


Náttúrufræðibraut tölvutækni
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám á náttúrufræðibraut tölvutækni þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði.

 
Náttúrufræðibraut véltækni
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám á náttúrufræðibraut véltækni þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði.

Stúdentspróf af list- og starfsnámsbrautum
Inntökuskilyrði eru að hafa lokið starfsnámi eða vera nemandi  á list- eða starfsnámsbraut innan Tækniskólans. Grunnur stúdentsprófsins er iðn-;list- eða starfsnám. Gera má ráð fyrir að þá lengist námið um eina til tvær annir.

Almenn námsbraut fyrir nýbúa
Inntökuskilyrði:  Brautin er ætluð nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku, bæði byrjendum í íslenskunámi og þeim sem stundað hafa nám í íslensku sem annað tungumál í grunnskóla.

Starfsbraut
Inntökuskilyrði: Brautin er ætluð nemendum sem stundað hafa nám í sérdeildum grunnskóla eða notið mikillar sérkennslu á grunnskólastigi. Greining um fötlun þarf að liggja til grundvallar.

Starfsbraut sérnám
Inntökuskilyrði: Um er að ræða einstaklingsmiðað námsúrræði fyrir nemendur með verulegan hegðunar- og námsvanda. Greining um fötlun / verulega einhverfu þarf að liggja til grundvallar.

Janus endurhæfing
Inntökuskilyrði: Allar umsóknir þurfa að berast til VIRK starfsendurhæfingarsjóðs. Læknisvottorð um heilsubrest þarf að liggja til grundvallar.

Upplýsingatækniskólinn

Tölvubraut; stúdent 138 ein.  braut án stúdentsprófs 111 ein.
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám á tölvubraut þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði.

Upplýsinga- og fjölmiðlabraut - grunnnám
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám á upplýsinga- og fjölmiðlabraut  þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn C í íslensku, ensku og stærðfræði.


Grafísk miðlun
Inntökuskilyrði: Til að hefja  sérnám í grafískri miðlun  þarf að  hafa lokið grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina eða sambærilegu námi.  Sækja þarf sérstaklega um sérnámið að loknu grunnnámi.

Ljósmyndun
Inntökuskilyrði: Til að hefja  sérnám í ljósmyndun  þarf  að hafa lokið grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina eða sambærilegu námi.  Sækja þarf sérstaklega um sérnámið að loknu grunnnámi. Við mat á umsóknum er tekið tillit til einkunna og ástundunar sem og þeirra gagna sem skilað er.
Aðeins er hægt að hefja nám á haustönn.
Nemendur sem ekki koma úr grunnnámi í Tækniskólanum þurfa sækja um á www.menntagatt.is fyrir 12. maí. Eftir það eru umsóknir teknar inn á biðlista.
Með öllum umsóknum skal fylgja CD diskur eða minnislykill með 15 myndum ca. 18x24cm, 300 dpi sem sýna góðan þverskurð af getu umsækjanda. Einnig skal fylgja stutt greinargerð þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram:
1. Hvers vegna sækir þú um nám í ljósmyndun?
2. Hvað hefur þú helst verið að mynda og hversu lengi?
3. Hvert stefnir þú sem ljósmyndari?

Þessum gögnum skal skila á skrifstofu Tækniskólans, Skólavörðuholti í síðasta lagi 12. maí fyrir kl. 15.


Prentun
Inntökuskilyrði: Til að hefja  sérnám í prentun  þarf að hafa lokið grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina eða sambærilegu námi.  Sækja þarf sérstaklega um sérnámið að loknu grunnnámi.

Bókband
Inntökuskilyrði: Til að hefja  sérnám í bókbandi  þarf  að hafa lokið grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina eða sambærilegu námi.  Sækja þarf sérstaklega um sérnámið að loknu grunnnámi.

Kvikmyndatækni
Inntökuskilyrði: Nemendur sem innritast í kvikmyndatækni þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla með lágmarkseinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði. Einnig er hægt að hefja nám í kvikmyndatækni ef umsækjandi hefur lokið 43 einingum eða meira í almennum fögum í framhaldsskóla. Þar af 30 einingum í íslensku, ensku og stærðfræði á öðru þrepi, 10 einingar í hverju fagi. 
Reynsla úr atvinnulífinu er einnig metin við innritun. 

Tækni og vísindabraut
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám á tækni og vísindabraut þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B+ í íslensku, ensku og stærðfræði. 

Véltækniskólinn

Málm- og véltæknibraut.
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám á málm- og véltæknibraut þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn C í íslensku, ensku og stærðfræði.

Grunnám vélstjórnar <750 kW VA14
Inntökuskilyrði: Brautin er ætluð nemendum sem eru yngri en 18 ára og hafa  lágmarkseinkunn C úr grunnskóla í íslensku, ensku og stærðfræði.

VA-Vélstjórn, hraðferð <750 kW VA
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám í hraðferð þarf  nemandi að vera orðinn 18 ára. Vélstjórnarréttindi á skip með aðalvél <750 kW.

VB-Vélstjórn, <1500 kW VB
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám í vélstjórn þarf  að hafa lokið grunnskóla, með lágmarkseinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði.

VC-Vélstjórn, <3000 kW VC
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám í vélstjórn þarf  að hafa lokið grunnskóla lágmarkseinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði.

VD-Vélstjórn, ótakmörkuð réttindi VD
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám í vélstjórn  þarf að hafa lokið grunnskóla með lágmarkseinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði .

Rennismíði
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám í rennismíði þarf að hafa lokið námi á málm- og véltæknibraut.

Stálsmíði
Inntökuskilyrði: Til að hefja nám í stálsmíði þarf að hafa lokið námi á málm- og véltæknibraut.