Myndlistarnámskeið

Myndlistarnámskeið - 5 áhugaverð námskeið á næstunni

Landslagmálun - Mannslíkaminn í umhverfi - Olíumálun/litafræði - Skissuteikning - Teikning

Olíumálun/litafræði fyrir byrjendur
25. apríl - 4. maí 2017

Litafræði - myndbygging
Á námskeiðinu eru kynntar tvær ólíkar aðferðir í málun. Málað á raunsæjan máta eftir einfaldri uppstillingu og síðan er myndefnið þróað í annarri útfærslu og á frjálslegri hátt með sköfu.

Megináhersla er lögð á litafræði og myndbyggingu. Unnið er bæði með akrýl- og olíuliti og þjálfuð grunnatriði í meðferð efna og áhalda. Notaðir eru einungis frumlitirnir þrír og hvítur til að skilja eiginleika litanna og litablöndun á markvissan hátt.

Innifalið: Efni í fyrsta tíma, kennsluhefti, einn ástrekktur strigi, afnot af kolum og penslasápu.

Efni: Innkaupalisti afhentur í fyrsta tíma.

Tími:
25. apríl
þriðjudagur
18:00 - 22:00
27. apríl
fimmtudagur
18:00 - 22:00
2. maí
þriðjudagur
18:00 - 22:00
4. maí
fimmtudagur
18:00 - 22:00

Alls 16 klukkustundir/24 kennslustundir

Leiðbeinandi: Anna Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður og kennari.
Anna lærði myndlist hér heima og í París.

Námskeiðsgjald: 45.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 12.

Sækja um námskeið

Bordi-Appelsinugulur

Skissuteikning
25. apríl - 4. maí 2017


Þátttakendur læra undirstöðu skissutækninnar. Áhersla er lögð á línur og einföld form. Nánasta umhverfi verður skoðað og rými innanhúss og utan. Þátttakendur vinna í skissubækur, gera einfaldar æfingar með býanti og penna, skoða skyggingar og fleira.

Forkröfur: Engar.

Efni: Mætið með skissubók í A5 stærð, blýant HB, strokleður, tússpenna í nokkrum stærðum, lítið vatnslitakitt og pensla.

Tími:

25. apríl
þriðjudagur
17:30 - 20:00
27. apríl
fimmtudagur
17:30 - 20:00
2. maí
þriðjudagur
17:30 - 20:00
4. maí
fimmtudagur
17:30 - 20:00

Alls 10 klukkutímar / 15 kennslustundir

Leiðbeinandi: Kolbrún Sigurðardóttir (KolSi) myndlistarmaður, hönnuður og kennari.

Námskeiðsgjald: 30.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 14

SKRÁNING HÉRLandslag - málun og skissuvinna

27. - 30. apríl 2017

Námskeið í skissuvinnu og úrvinnslu málverks
Á námskeiðinu verða áhrif fjarlægðar á liti í landslagi skoðuð og hvernig móta má dýpt með litameðferð, myndbyggingu og áferð. Horft verður líka til himins og litbrigði í skýjum og íslensk birta skoðuð. Skissað verður með pastellitum eftir útsýni og ljósmyndum, sem unnið verður síðan með úr með akrýl- og/eða olíulitum.

Markmiðið er að þjálfa eftirtekt og persónulega sýn á umhverfi sitt sem viðgangsefni í markvissri myndsköpun. Áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð í undirbúningi og úrvinnslu myndverks.

Forkröfur: Þátttakendur þurfa að hafa lokið Olíumálun fyrir byrjendur eða hafi á annan hátt farið í litafræði og málað með olíu- eða akrýllitum.

Fyrirlestrar: Fjarvídd í litum og myndbyggingu og íslensk landslagshefð.

Innifalið:
 Efni í fyrsta tíma og afnot af pastellitum.

Tími: Nánari tímasetning auglýst síðar.

27. apríl
fimmtudagur
18:00 - 22:00
28. apríl
föstudagur
18:00 - 22:00
29. apríl
laugardagur
13:00 - 17:00
30. apríl
sunnudagur
13:00 - 17:00

Alls 16 klukkutímar / 24 kennslustundir

Leiðbeinandi: Anna Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður og kennari. Anna lærði myndlist hér heima og í París.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Námskeiðsgjald: 45.000 kr.

Hámarksfjöldi: 12

SKRÁNING HÉR

Bordi-Appelsinugulur

Teikning fyrir byrjendur
 Haust 2017

Áhersla lögð á grunnþætti teikningar, form, hlutföll og skyggingu. Einnig að þátttakendur nái að teikna einfalda hluti, horfa á skuggamyndunina, nái að lesa grátónaskalann, línur og að vinna með forgrunn og bakgrunn

Gott námskeið fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir málun í vatnslitamálun eða í olíumálun.

Efni: Þátttakendur mæta með teikniblokk í A3 stærð, blýanta (2H, HB, 2B og 4B), strokleður og hnoðstrokleður.

Tími:

mánudagur
17:30 - 20:00

miðvikudagur
17:30 - 20:00

mánudagur
17:30 - 20:00

miðvikudagur
17:30 - 20:00

mánudagur
17:30 - 20:00

miðvikudagur
17:30 - 20:00

Alls 15 klukkustundir / 22,5 kennslustundir

Leiðbeinandi: Kolbrún Sigurðardóttir (KolSi) myndlistarmaður, hönnuður og kennari.

Námskeiðsgjald: 40.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Tækniskólinn á Skólavörðuholti

Hámarksfjöldi: 14.

SKRÁNING HÉR

Mannslíkaminn í umhverfi
Haust 2017

Námskeið í módelteikningu og málun

Þátttakendur læra hlutföll mannslíkamans. Unnið er eftir fyrirmyndum af mannslíkamanum í ýmiss konar umhverfi. Hraðskissur gerðar í teikningu og málun. Gott námskeið fyrir þá sem vilja þekkja byggingu mannslíkamans til að vinna fígúratíft myndefni.

Forkröfur: Að þátttakendur hafi lokið „Olíumálun fyrir byrjendur“ eða hafi á annan hátt farið í litafræði og málað með olíu- eða akrýllitum.

Innifalið: Maskínupappír og afnot af kolum og penslasápu.


Efni: Innkaupalisti sendur í tölvupósti áður en fyrsti tími hefst.

Tími:


þriðjudagur
18:00 - 22:00
 
fimmtudagur
 18:00 - 22:00
  þriðjudagur
 13:00 - 17:00
 
fimmtudagur
 13:00 - 17:00

Alls 16 klukkustundir / 24 kennslustundir

Leiðbeinandi: Anna Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður og kennari.
Anna lærði myndlist hér heima og í París.

Námskeiðsgjald: 45.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 12


SKRÁNING HÉRBordi-Appelsinugulur

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.