Myndlistarnámskeið

Myndlistarnámskeið - áhugaverð námskeið á næstunni

Andlit/portrett - Landslagmálun - Málað með spaða - Olíumálun/litafræði - Skissuteikning - Teikning

Olíumálun/litafræði fyrir byrjendur
18. - 27. september 2017

Litafræði - myndbygging
Á námskeiðinu eru kynntar tvær ólíkar aðferðir í málun. Málað á raunsæjan máta eftir einfaldri uppstillingu og síðan er myndefnið þróað í annarri útfærslu og á frjálslegri hátt með sköfu.

Megináhersla er lögð á litafræði og myndbyggingu. Unnið er bæði með akrýl- og olíuliti og þjálfuð grunnatriði í meðferð efna og áhalda. Notaðir eru einungis frumlitirnir þrír og hvítur til að skilja eiginleika litanna og litablöndun á markvissan hátt.

Innifalið: Efni í fyrsta tíma, kennsluhefti, einn ástrekktur strigi, afnot af kolum og penslasápu.

Efni:

Innkaupalisti afhentur í fyrsta tíma.
Tími:

18. september
mánudagur
18:00 - 22:00
20. september
miðvikudagur
18:00 - 22:00
25. september
mánudagur
18:00 - 22:00
27. september
miðvikuudagur
18:00 - 22:00

Alls 16 klukkustundir/24 kennslustundir

Leiðbeinandi: Anna Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður og kennari.
Anna lærði myndlist hér heima og í París.

Námskeiðsgjald: 45.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 12.

Sækja um námskeið

Bordi-AppelsinugulurSkissuteikning
2. - 11. október 2017


Þátttakendur læra undirstöðu skissutækninnar. Áhersla er lögð á línur og einföld form. Nánasta umhverfi verður skoðað og rými innanhúss og utan. Þátttakendur vinna í skissubækur, gera einfaldar æfingar með býanti og penna, skoða skyggingar og fleira.

Forkröfur: Engar.

Efni: Mætið með skissubók í A5 stærð, blýant HB, strokleður, tússpenna í nokkrum stærðum, lítið vatnslitakitt og pensla.

Tími:

2. október
mánudagur
17:30 - 20:00
4. október
miðvikudagur
17:30 - 20:00
9. október
mánudagur
17:30 - 20:00
11. október
miðvikudagur
17:30 - 20:00

Alls 10 klukkutímar / 15 kennslustundir

Leiðbeinandi: Kolbrún Sigurðardóttir (KolSi) myndlistarmaður, hönnuður og kennari.

Námskeiðsgjald: 30.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 14

SKRÁNING HÉR

Bordi-Appelsinugulur

Landslag - málun og skissuvinna

2. - 11. október 2017

Námskeið í skissuvinnu og úrvinnslu málverks

Á námskeiðinu verða áhrif fjarlægðar á liti í landslagi skoðuð og hvernig móta má dýpt með litameðferð, myndbyggingu og áferð. Horft verður líka til himins og litbrigði í skýjum og íslensk birta skoðuð. Skissað verður með pastellitum eftir útsýni og ljósmyndum, sem unnið verður síðan með úr með akrýl- og/eða olíulitum.

Markmiðið er að þjálfa eftirtekt og persónulega sýn á umhverfi sitt sem viðgangsefni í markvissri myndsköpun. Áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð í undirbúningi og úrvinnslu myndverks.

Forkröfur: Þátttakendur þurfa að hafa lokið Olíumálun fyrir byrjendur eða hafi á annan hátt farið í litafræði og málað með olíu- eða akrýllitum.

Fyrirlestrar: Fjarvídd í litum og myndbyggingu og íslensk landslagshefð.

Innifalið:
 Efni í fyrsta tíma og afnot af pastellitum.

Tími: Nánari tímasetning auglýst síðar.

2. október
mánudagur
18:00 - 22:00
4. október
miðvikudagur
18:00 - 22:00
9. október
mánudagur
18:00 - 22:00
11. október
miðvikudagur
18:00 - 22:00

Alls 16 klukkutímar / 24 kennslustundir

Leiðbeinandi: Anna Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður og kennari. Anna lærði myndlist hér heima og í París.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Námskeiðsgjald: 45.000 kr.

Hámarksfjöldi: 12

SKRÁNING HÉR

Bordi-Appelsinugulur

Málað með spaða
23. október - 1. nóvember 2017

Skissuvinna og málun með akrýllitum
Á námskeiðinu verður spaðatækni með akrýllitum þjálfuð. Penslar verða lítið notaðir að þessu sinni heldur verður unnið með pallettu-hnífnum. Með slíkum vinnubrögðum er hægt að ná fram miklu lífi í liti og form og góð aðferð fyrir þá sem vilja vinna spontant en líka þá sem vilja losa um nostursamleg vinnubrögð. Skissað verður með olíupastellitum og gerðar grófar fyrirmyndir að stærri verkum og eins unnið beint á strigann, hratt og með flæði.

Forkröfur: Að þátttakendur hafi lokið „Olíumálun fyrir byrjendur“ eða hafi á annan hátt farið í litafræði og málað með olíu- eða akrýllitum.

Innifalið:
 Efni í fyrsta tíma

Þátttakendur mæti með í fyrsta pallettuhníf og þá akrýlliti sem þeir eiga.

Tími:

23. október
mánudagur
18:00 - 22:00
25. október
miðvikudagur
18:00 - 22:00
30. október
mánudagur
18:00 - 22:00
1. nóvember
miðvikudagur
18:00 - 22:00

Alls 16 klukkustundir / 24 kennslustundir.

Leiðbeinandi: Anna Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður og kennari. Anna lærði myndlist hér heima og í París.

Námskeiðsgjald: 45.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur. 

Hámarksfjöldi: 12.

SKRÁNING HÉR


Bordi-Appelsinugulur

Teikning fyrir byrjendur
 23. október - 8. nóvember 2017

Áhersla lögð á grunnþætti teikningar, form, hlutföll og skyggingu. Einnig að þátttakendur nái að teikna einfalda hluti, horfa á skuggamyndunina, nái að lesa grátónaskalann, línur og að vinna með forgrunn og bakgrunn

Gott námskeið fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir málun í vatnslitamálun eða í olíumálun.

Efni: Þátttakendur mæta með teikniblokk í A3 stærð, blýanta (2H, HB, 2B og 4B), strokleður og hnoðstrokleður.

Tími:
23. október
mánudagur
17:30 - 20:00
25. október
miðvikudagur
17:30 - 20:00
30. október
mánudagur
17:30 - 20:00
1. nóvember
miðvikudagur
17:30 - 20:00
6. nóvember
mánudagur
17:30 - 20:00
8. nóvember
miðvikudagur
17:30 - 20:00

Alls 15 klukkustundir / 22,5 kennslustundir

Leiðbeinandi: Kolbrún Sigurðardóttir (KolSi) myndlistarmaður, hönnuður og kennari.

Námskeiðsgjald: 40.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Tækniskólinn á Skólavörðuholti

Hámarksfjöldi: 14.

SKRÁNING HÉR

Bordi-Appelsinugulur

Andlit/portrett
6. - 15. nóvember 2017

Teiknun og málun
Þátttakendur læra hlutföll andlits og sérstakir andlitshlutar skoðaðir ítarlega. Andlit málað með olíulitum á striga. Áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð í undirbúningi og úrvinnslu myndverks.

Forkröfur: Að þátttakendur hafi lokið ,,Olíumálun fyrir byrjendur" eða hafi á annan hátt farið í litafræði og málað með olíu- eða akrýllitum.

Innifalið: Efni í fyrsta tíma, kennsluhefti, einn ástrekktur strigi, afnot af kolum og penslasápu.

Efni: Innkaupalisti afhentur í fyrsta tíma.

Tími:

6. nóvember
mánudagur
18:00 - 22:00
8. nóvember
miðvikudagur
18:00 - 22:00
13. nóvember
mánudagur
18:00 - 22:00
15. nóvember
miðvikudagur
18:00 - 22:00

Alls 16 klukkustundir / 24 kennslustundir.

Leiðbeinandi: Anna Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður og kennari. Anna lærði myndlist hér heima og í París.

Námskeiðsgjald: 45.000
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Tækniskóiinn á Skólavörðuholti.

Hámarksfjöldi: 12.

SKRÁNING HÉR

 


Bordi-Appelsinugulur

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.