Mósaíknámskeið

Mósaíknámskeið

Haust 2017

Námskeiðið býður upp á kennslu fyrir áhugasama um mósaíklist, jafnt lengra sem styttra komna. Þátttakendur fá leiðsögn um hvernig á að nota verkfærin og efnið og hvernig maður ber sig að við skurðinn. Unnið er með keramikflísar og hver þátttakandi hannar og býr til mósaíkborðplötu.

Innifalið:
Efni að andvirði 10.000 kr. (borðplata og fætur)
og afnot af verkfærum.

Þátttakendur mæta með hugmynd að einfaldari gerðinni og svuntu eða í fatnaði sem má óhreinkast.

Verkefni: Borðplata fyrir kringlótt inniborð,
40 sm í þvermál. Þátttakendur leika sér með flísar í öllum litum og fara heim með flott mósaikverk að loknu námskeiði.

Tími:


mánudagur
18:00 - 22:00

þriðjudagur
18:00 - 22:00

fimmtudagur
18:00 - 22:00

Alls 12 klukkutímar/18 kennslustundir

Leiðbeinandi: Alice Olivia Clarke
Alice er þekkt mósaíklistakona og hönnuður sem hefur starfað við geirann í rúm 20 ár. Hún hefur meðal annars skapað vegglist innan- og utandyra, skrautmuni, verk á sýningar og verið með vinsæl mósaíknámskeið.
Facebook: Alice Olivia Mosaik   www.aok.is

Námskeiðsgjald: 47.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

SKRÁNING HÉR

Hámarksfjöldi: 7

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.