Meðferð ágreiningsmála

Meðferð ágreiningsmála

Komi upp ágreiningur milli nemanda og kennara um mat úrlausnar, sem þeir geta ekki leyst með milligöngu fag- eða skólastjóra, skal skólameistari kveðja til prófdómara til þess að fara yfir úrlausnina að höfðu samráði við fag- eða skólastjóra. Úrskurður prófdómara skal gilda.

Finnist nemendum á sér réttur brotinn eða illa fram við sig komið skulu þeir koma kvörtunum til skólastjóra eða skólameistara eftir því sem við á og leita liðsinnis námsráðgjafa. Námsráðgjafar eru jafnan málsvarar nemenda.

Finnist starfsmönnum á sér réttur brotinn eða illa fram við sig komið skulu þeir koma kvörtunum til skólastjóra eða skólameistara eftir því sem við á. Trúnaðarmenn eru málsvarar starfsmanna.