Maya grunnnámskeið

Maya grunnnámskeið - hönnun og hreyfimyndagerð

Haust 2017

Á námskeiðinu er farið yfir viðmót í Maya og  helstu tól forritsins. Unnin eru nokkur verkefni sem taka á grunnþáttum forritsins. Farið verður í hvernig hlutir eru hannaðir, hreyfðir og settir saman í myndklippur.

Maya er eitt mest notaða þrívíddarforrit í heiminum og nota flest íslensk fyrirtæki þetta forrit t.d. CCP, Caoz og Framestore. Forritið er notað við kvikmynda-, sjónvarps- og tölvuleikjagerð, auk þess sem það nýtist við arkitektúr og margt annað.

Það eru fáar kvikmyndir eða sjónvarpsþættir sem notast ekki við þrívídd í dag og ættu allir sem hafa áhuga á ofangreindum hlutum að hafa gaman að þessu námskeiði.

Þetta námskeið er kennt í Margmiðlunarskólanum sem er í samstarfi við Autodesk, CCP, Caoz og Framestore. Margmiðlunarskólinn hefur kennt mörgu af færasta fólki Íslands á þessu sviðið.

Tími: 


mánudagur
18:00 - 22:00

miðvikudagur
18:00 - 22:00

mándagur
18:00 - 22:00

miðvikudagur
18:00 - 22:00

Alls 16 klukkustundir / 24 kennslustundir

Leiðbeinandi: Ingibjörg Lilja Guðmundsdóttir margmiðlunarfræðingur og  kennari í Margmiðlunarskóla Tækniskólans.

Námskeiðsgjald: 45.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 10


SKRÁNING HÉR

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér til að skoða fréttabréf Endurmenntunarskólans og til að skrá þig á póstlistann okkar.

Smelltu hér og skoðaðu fleiri námskeið í margmiðlun!