Mannslíkaminn í umhverfi

Mannslíkaminn í umhverfi

Haust 2017

Námskeið í módelteikningu og málun

Þátttakendur læra hlutföll mannslíkamans. Unnið er eftir fyrirmyndum af mannslíkamanum í ýmiss konar umhverfi. Hraðskissur gerðar í teikningu og málun. Gott námskeið fyrir þá sem vilja þekkja byggingu mannslíkamans til að vinna fígúratíft myndefni.

Forkröfur: Að þátttakendur hafi lokið „Olíumálun fyrir byrjendur“ eða hafi á annan hátt farið í litafræði og málað með olíu- eða akrýllitum.

Innifalið: Maskínupappír og afnot af kolum og penslasápu.

Efni: Innkaupalisti sendur í tölvupósti áður en fyrsti tími hefst.

Tími:


þriðjudagur
18:00 - 22:00

fimmtudagur
 18:00 - 22:00

þriðjudagur
 18:00 - 22:00

fimmtudagur
 18:00 - 22:00

Alls 16 klukkustundir / 24 kennslustundir

Leiðbeinandi: Anna Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður og kennari.
Anna lærði myndlist hér heima og í París.

Námskeiðsgjald: 45.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 12


SKRÁNING HÉR

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.