Málmsuða grunnur

Málmsuða grunnur

 4. - 6. desember 2017

Malmsuda_10

Spennandi tækifæri til að læra undirstöðuatriðin í málmsuðu. Námskeiðið hentar byrjendum og einnig þeim sem eitthvað kunna og langar að rifja upp eða læra meira. Kennd er suða á smíðastáli með pinnasuðu, mag-suðu, logsuðu og einnig er æfð silfurkveiking. Grundvallaratriði eru skýrð í fyrirlestri fyrsta kvöldið en tvö seinni kvöldin er verkleg þjálfun.

ATH:

Athygli er vakin á því að aðilar með gangráð/bjargráð ættu ekki að sækja námskeiðið vegna rafsegulsviðs frá tækjum.


Tími:

4. desember
mánudagur
19:00 - 22:00
5. desember
þriðjudagur 19:00 - 22:00
6. desmber
miðvikudagur 19:00 - 22:00

Alls 9 klukkutímar

Leiðbeinandi: Guðmundur Ragnarsson málmsuðukennari við Véltækniskóla Tækniskólans.

Námskeiðsgjald: 40.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 10

Sækja um námskeið


Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mæting.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar