Málmsuða framhald

Málmsuða framhald

20. - 22. nóvember 2017

Verklegt námskeiðið sem ætlað er þeim sem hafa sótt grunnámskeið í málmsuðu í Tækniskólans á undanförnum árum.

  • Upprifjun og viðbót á pinnasuðu.
  • Suða með rútilbasískum og basískum pinnasuðuvír.
  • Tigsuða á kaldvölsuðu smíðastáli og ryðfríu stáli.

Á námskeiðinu smíða þátttakendur sprittkertastjaka úr kaldvölsuðu stáli og tening úr ryðfríu stáli.

Hlífðarföt og hjálmar eru á staðnum en þátttakendum er ráðlagt að koma í vinnufatnaði á námskeiðið.

Forkröfur: Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnnámskeiði í málmsuðu hjá Endurmenntunarskólanum eða sambærilegu námskeiði.

Tími: 

20. nóvember
mánudagur
19:00 - 22:00
21. nóvember
þriðjudagur
19:00 - 22:00
22. nóvember
miðvikudagur
19:00 - 22:00

Alls 9 klukkutímar/13,5 kennslustundir

Leiðbeinandi: Guðmundur Ragnarsson málmsuðukennari við Véltækniskóla Tækniskólans.

Námskeiðsgjald: 40.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélag.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 10

Sækja um námskeið
Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar