Málað með spaða

Málað með spaða

23. október - 1. nóvember 2017

Skissuvinna og málun með akrýllitum
Á námskeiðinu verður spaðatækni með akrýllitum þjálfuð. Penslar verða lítið notaðir að þessu sinni heldur verður unnið með pallettu-hnífnum. Með slíkum vinnubrögðum er hægt að ná fram miklu lífi í liti og form og góð aðferð fyrir þá sem vilja vinna spontant en líka þá sem vilja losa um nostursamleg vinnubrögð. Skissað verður með olíupastellitum og gerðar grófar fyrirmyndir að stærri verkum og eins unnið beint á strigann, hratt og með flæði.

Forkröfur: Að þátttakendur hafi lokið „Olíumálun fyrir byrjendur“ eða hafi á annan hátt farið í litafræði og málað með olíu- eða akrýllitum.

Innifalið:
 Efni í fyrsta tíma

Þátttakendur mæti með í fyrsta pallettuhníf og þá akrýlliti sem þeir eiga.

Tími:

23. október
mánudagur
18:00 - 22:00
25. október
miðvikudagur
18:00 - 22:00
30. október
mánudagur
18:00 - 22:00
1. nóvember
miðvikudagur
18:00 - 22:00

Alls 16 klukkustundir / 24 kennslustundir.


Leiðbeinandi: Anna Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður og kennari. Anna lærði myndlist hér heima og í París.

Námskeiðsgjald: 45.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur. 

Hámarksfjöldi: 12.

SKRÁNING HÉR

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.