Ljósmyndanámskeið - Stafræn ljósmyndun

Stafræn ljósmyndun og myndvinnsla

26. febrúar - 5. mars 2018

MyndaStafraenLjosmyndOgMyndvinnsla14.02.11taka: Farið er yfir helstu stjórntæki myndavélarinnar og grunnatriði myndatöku eins og samspil ljósops, hraða, ISO og áhrif þess á myndir. Einnig í áhrif linsa á rýmið.

Myndvinnsla: Grunneftirvinnsla og leiðréttingar á myndum í Photoshop forritinu. M.a. kennt að lýsa og dekkja myndir og lagfæra liti.

Þátttakendur fá þjálfun í kennslustundum og vinna heimaverkefni sem tengjast yfirferð.

Þátttakendur þurfa að eiga eða hafa aðgang að stafrænni myndavél sem hefur manual fókus.

Námsefni:  Kennsluhefti og úthendi með helstu upplýsingum um ljósop, hraða, iso, photoshop og lagfæringar á myndum.

Leiðbeinandi: Kristín Þóra Kristjánsdóttir ljósmyndari.

Tími:

26. febrúar
mánudagur
18:00 - 21:00
28. febrúar
miðvikudagur
18:00 - 21:00
5. mars
mánudagur
18:00 - 21:00

Alls 9 klukkustundir / 13,5 kennslustundir.

Námskeiðsgjald: 32.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 12.

https://namsnet.tskoli.is/applications/?progid=12191

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér til að skoða fréttabréf Endurmenntunarskólans og til að skrá þig á póstlistann okkar.