Listræn tískuljósmyndun

Listræn tískuljósmyndun

Vor 2018

Á námskeiðinu læra þátttakendur að taka flottar myndir af módeli, hugsa út fyrir kassann, byggja upp portfólíó og fá birtingu í blöðum. Hver þátttakandi fær útprentaða mynd í A4 stærð að loknu námskeiði.

Nauðsynleg gögn og tæki: Myndavél (þarf ekki að vera ný),
USB- lykill, fartölva til að glósa (ekki nauðsynleg).

Dagur 1:

Farið yfir ,,moodboard" og hvernig á að setja myndatökuna saman. Farið yfir mismunandi tækni, ljós sem er hægt að nota og fylgihluti sem er semmtilegt að taka myndir í gegnum. Á staðnum verður fólk til að sinna förðun og hárgreiðslu á módeli og þá er hægt að spyrja og fá skemmtileg ráð frá þeim.

Farið yfir hvað hægt er að gera í sambandi við bakgrunna til að gera þá öðruvísi og skemmtilega.

Dagur 2:

Farið yfir myndirnar sem þátttakendur tóku á degi 1 og þurfa þeir að vera búnir að velja tvær myndir  og koma með á USB-lykli. Myndirnar má ekki vera búið að vinna í neinum forritum. Ingrid fer yfir hvernig hún vinnur myndir í Photoshop og fer yfir myndir þátttakenda með gagnrýnisaugum.

Tími:


  18:00 - 22:00


 18:00 - 22:00

Alls 8 klukkustundir / 12 kennslustundir.

Leiðbeinandi: Ingrid Karis.
Ingrid útskrifaðist sem skapandi ljósmyndari frá Ljósmyndaskólanum árið 2013.

Námskeiðsgjald: 32.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 12.


SKRÁNING HÉR

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.