Landslag - málun og skissuvinna

Landslag - málun og skissuvinna

2. - 11. október 2017

Námskeið í skissuvinnu og úrvinnslu málverks
Á námskeiðinu verða áhrif fjarlægðar á liti í landslagi skoðuð og hvernig móta má dýpt með litameðferð, myndbyggingu og áferð. Horft verður líka til himins og litbrigði í skýjum og íslensk birta skoðuð. Skissað verður með pastellitum eftir útsýni og ljósmyndum, sem unnið verður síðan með úr með akrýl- og/eða olíulitum.

Markmiðið er að þjálfa eftirtekt og persónulega sýn á umhverfi sitt sem viðgangsefni í markvissri myndsköpun. Áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð í undirbúningi og úrvinnslu myndverks.

Forkröfur: Þátttakendur þurfa að hafa lokið Olíumálun fyrir byrjendur eða hafi á annan hátt farið í litafræði og málað með olíu- eða akrýllitum.

Fyrirlestrar: Fjarvídd í litum og myndbyggingu og íslensk landslagshefð.

Innifalið:
 Efni í fyrsta tíma og afnot af kolum.
Þátttakendur komi með í fyrsta tíma:
pensla, pallettur og þá akrýlliti sem þeir eiga.

Tími:

2. október
mánudagur
18:00 - 22:00
4. október
miðvikudagur
18:00 - 22:00
9. október
mánudagur
18:00 - 22:00
11. október
miðvikudagur
18:00 - 22:00

Alls 16 klukkutímar

Leiðbeinandi: Anna Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður og kennari. Anna lærði myndlist hér heima og í París.

Staðsetning: Tækniskólinn á Skólavörðuholti.

Námskeiðsgjald: 45.000 kr.

Hámarksfjöldi: 12

SKRÁNING HÉR
Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.