Kvikmyndanámskeið

Kvikmyndanámskeið - Nýtt

29. janúar - 7. febrúar 2018

Á námskeiðinu er farið yfir þá helstu hluti sem þarf að hafa í huga við tökur á tæknibrellum fyrir kvikmyndir. Þátttakendur vinna með myndefni sem þeir taka upp í ,,Green Screen", þrívíddarefni og VFX-klippur frá leiðbeinanda. Þetta er svo unnið í After Effects og Premiere Pro frá Adobe.

Á námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að vera komnir með góðan grunn í tökum á tæknibrellum, forritinu After Effects og Premiere Pro og hafa góða færni til að kafa dýpra í forritið.

Tími: 

29. janúar
mánudagur
18:00 - 22:00
31. janúar
miðvikudagur
18:00 - 22:00
5. febrúar
mánudagur
18:00 - 22:00
7. febrúar
miðvikudagur
18:00 - 22:00

Alls 16 klukkustundir / 24 kennslustundir

Leiðbeinandi: Ingibjörg Lilja Guðmundsdóttir margmiðlunarfræðingur og  kennari í Margmiðlunarskóla Tækniskólans.

Námskeiðsgjald: 45.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 10


SKRÁNING HÉR

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér til að skoða fréttabréf Endurmenntunarskólans og til að skrá þig á póstlistann okkar.

Smelltu hér og skoðaðu fleiri námskeið í margmiðlun!