Járnrennismíði

Járnrennismíði fyrir byrjendur

12. - 22. mars 2018

Almennt námskeið fyrir þá sem vilja kynnast grunnþáttum í rennismíði.

Á námskeiðinu er farið í meðferð og umhirðu rennibekkjarins og spóntökuvéla, leiðbeint um val á rennistálum og snúningshraða spóntökuvéla. Einnig verða öryggisþættir kynntir.

Þátttakendur renna einfaldan smíðisgrip að eigin vali.

Innifalið: Kennslubókin Málmiðnir - rennismíði 1, Þorsteinn Guðlaugsson tók saman.

Tími:

12. mars
mánudagur 17:30 - 20:30
13. mars
þriðjudagur 17:30 - 20:30
15. mars
fimmtudagur 17:30 - 20:30
19. mars
mánudagur 17:30 - 20:30
20. mars
þriðjudagur 17:30 - 20:30
22. mars
fimmtudagur 17:30 - 20:30

Alls 18 klukkustundir

Leiðbeinandi: Guðmundur Ólafur Halldórsson kennari við Véltækniskóla Tækniskólans.

Námskeiðsgjald: 58.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 10.

SKRÁNING HÉR

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.