Inventor grunnnámskeið

Inventor grunnnámskeið

26. september - 19. október 2017

Á námskeiðinu er farið í notkun á Autodesk Inventor Professional sem notað er til hlutbundinnar vélhlutahönnunar en nýtist einnig við almenna þrívíða hlutahönnun og er það ætlað tæknimenntuðu fólki sem vinnur á því sviði.

Unnin eru nokkur verkefni sem taka á grunnþáttum forritsins. Farið er í það hvernig hlutir er mótaðir í þrívídd, settir upp á blað sem verkteikningar og síðan settir saman í samsetningarteikningu.
Nemendur fá aðgang að 30 daga leyfi á forritinu og myndbönd af því hvernig verkefnin eru unnin.

Til að námskeiðið nýtist sem best er gert ráð fyrir einhverri heimavinnu á milli tíma. Æskilegt er að nemendur taki með sér heyrnartól til að geta skoðað myndbönd í tímum.

Kennari: Gunnar Kjartansson verkfræðingur.

Námskeiðsgjald: 63.500 kr.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Tími:

26. september
þriðjudagur
19:00 - 22:00
28. september
fimmtudagur
19:00 - 22:00
 3. október
þriðjudagur
19:00 - 22:00
 5. október
fimmtudagur
19:00 - 22:00
10. október
þriðjudagur
19:00 - 22.00
12. október
fimmtudagur
19:00 - 22:00
17. október
þriðjudagur
19:00-  22.00
19. október
fimmtudagur
 19:00 - 22:00

Alls 24 klukkustundir / 36 kennslustundir


Dagshttps://namsnet.tskoli.is/applications/?progid=12195

 Nánari upplýsingar um námskeiðið fást í Endurmenntunarskólanum í s. 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is

Námskeiðsgjöld eru ekki endurgreidd nema forföll hafi verið tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.