IMDG meðferð á hættulegum farmi

IMDG námskeið - Meðferð og flutningur á hættulegum varningi um borð í þurrlestarskipum

Haust 2017

Kennt er skv. Alþjóðasamþykkt STCW. Námskeiðið uppfyllir kröfur Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO).

Námskeiðið er ætlað að veita þátttakendum góða innsýn og kunnáttu í notkun kóða Alþjóðasiglingamálastonunarinnar (IMO) um hættuleg efni, IMDG code. Sérstaklega er lögð áhersla á eftirfarandi:

  • Nafnagiftakerfi efna
  • Eðlis- og efnafræðilega eiginleika efna
  • Eituráhrif og viðbrögð
  • Eldhættu og eldvarnir
  • Merkingar hættulegra efna
  • Aðskilnað hættuflokka og sjóbúnaðar
  • Viðbragðsáætlun
  • Fylgiskjöl
  • Reglur um flutning á hættulegum efnum

Á námskeiðinu er notast við uppflettiæfingar þar sem þátttakendur æfa sig í að nota kóðann.

Námskeiðið verður haldið ef næg þátttaka næst.

Kennarar: Eyþór H. Ólafsson og Einar Guðmundsson.

Tími: Skráðu þig og við munum hafa samband þegar dagsetningar hafa verið ákveðnar.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 16.

Námskeiðgjald:

SKRÁNING HÉR

 

Námskeiðsgjöld eru ekki endurgreidd nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með 90% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.