Húsgagnaviðgerðir

Húsgagnaviðgerðir

23. janúar -  6. febrúar 2018

Fjallað er um orsakir og eðli skemmda á húsgögnum, hvernig er hægt að aldursgreina (lesa) húsgagn og finna út hvar það var smíðað og hvenær og hvort um sé að ræða sérsmíði eða verðmætan hlut. Einnig hvernig hægt er að kynna sér hvernig það var smíðað, með hvaða aðferð og hvernig efni voru notuð. Metið er með nemendum hvernig á að laga hlutinn, hversu mikið og hversu langt skal ganga með þá viðgerð. Fundið út hvaða viðgerðarefni er rétt að nota með hliðsjón af aldri húsgagnsins, hvað er öldrun í húsgagni og hvernig á að meðhöndla hana.

Kennslan er kynning og sýnikennsla á þeim fjölmörgu efnum og aðferðum sem notuð eru til viðgerða á gömlum húsgögnum. Þátttakendur taki með sér minni hluti eins og stól, náttborð, innskostsborð til að vinna með.

Efni: All efni er innifalið.

husgagnavidgerdir_samsett_650pixlar

Leiðbeinandi: Hallgrímur G. Magnússon. Hallgrímur er með meistaréttindi í húsgagnasmíði.

Staðsetning: Tækniskólinn á Skólavörðuholti.

Námskeiðsgjald: 57.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.


Tími:

23. janúar
þriðjudagur
17:50 - 21:50
25. janúar
fimmtudagur
17:50 - 21:50
30. janúar
þriðjudagur 17:50 - 21:50
1. febrúar
fimmtudagur
17:50 - 21:50
6. febrúar
þriðjudagur
17:50 - 21:50

Hámarksfjöldi: 8

SKRÁNING HÉRBordi-Appelsinugulur

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.

husgagnavidgerdir