fbpx
Menu

Húsgagnaviðgerðir

Kennslan er kynning og sýnikennsla á þeim fjölmörgu efnum og aðferðum sem notuð eru til viðgerða á gömlum húsgögnum. Þátttakendur taki með sér minni hluti eins og stól, náttborð eða innskotsborð til að vinna með.

Námskeiðsgjald

66.500 kr.

Dagsetning

12. febrúar 2024 - 28. febrúar 2024

Námskeiðslýsing

Fjallað er um orsakir og eðli skemmda á húsgögnum, hvernig er hægt að aldursgreina (lesa) húsgagn og finna út hvar það var smíðað og hvenær og hvort um sé að ræða sérsmíði eða verðmætan hlut. Einnig hvernig hægt er að kynna sér hvernig það var smíðað, með hvaða aðferð og hvernig efni voru notuð. Metið er með þátttakendum hvernig á að laga hlutinn, hversu mikið og hversu langt skal ganga með þá viðgerð. Fundið út hvaða viðgerðarefni er rétt að nota með hliðsjón af aldri húsgagnsins, hvað er öldrun í húsgagni og hvernig á að meðhöndla hana.

  • Leiðbeinandi

    Hallgrímur G Magnússon

  • Hámarksfjöldi

    8

  • Forkröfur

    Engar

  • Fréttabréf

    Skráðu þig á póstlista Endurmenntunarskólans.

Nánari upplýsingar

Dagsetning Vikudagur Tímasetning
12. febrúar Mánudagur 18:00–22:00
14. febrúar Miðvikudagur 18:00–22:00
21. febrúar Miðvikudagur 18:00–22:00
26. febrúar Mánudagur 18:00–22:00
28. febrúar Miðvikudagur 18:00–22:00

Alls 20 klst.

 

Hallgrímur G. Magnússon.
Hallgrímur er með meistararéttindi í húsgagnasmíði.

Námskeiðsgjald: 66.500 kr.

Þátttakendur hafa aðgang að öllu viðgerðarefni.

Nám­skeið End­ur­mennt­un­ar­skólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stétt­ar­fé­laga.

Gjaldfært er af greiðslukortum viku áður en námskeið hefst.

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara (virkir dagar) á [email protected]

Skráningargjald fæst ekki endurgreitt.

Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Ég sé enga galla á námskeiðinu, var bara mjög ánægð með allt saman.

Námskeiðið var gott í alla staði.

Mjög skemmtilegt og fróðlegt. Mjög ánægð með Hallgrím kennara.

Lærdómsríkt, góður og hjálpsamur kennari.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.