HTML5 og CSS3

HTML5 og CSS3

Haust 2017

Áttu smartsíma? En iPad?
Flottustu vefsíðurnar sem þú sérð þar eru að öllum líkindum búnar til með HTML5 og CSS3 en það er tæknin sem borgar sig að kunna í dag.

Á námskeiðinu er farið í grunnatriði HTML5, hvernig staðallinn er frábrugðinn fyrri stöðlum, hvað dettur út og hvað er nýtt og flott komið inn. Einnig er farið í grunnatriði CSS3 og þetta tvinnað saman.

Forkröfur: Þátttkendur þurfa að
kunna skil á HTML til að námskeiðið
nýtist þeim sem best. Æskilegt er að hafa skrifað html-kóða.

Fyrstu þrjú námskeiðskvöldin fara í að læra hlutina og gera prufur að heimasíðum og síðasta kvöldið í gerð lokaverkefnis.

Nemendur eru hvattir til að koma með hugmyndir að lokavekefni sem nýtir tæknina og allt sem hún býður upp á, þ.m.t. gagnvirkni, hreyfingar o.fl.

Tími:


þriðjudagur
18:00 - 22:00

fimmtudagur
18:00 - 22:00

þriðjudagur
18:00 - 22:00

fimmtudagur
18:00 - 22:00

Alls 16 klukkustundir / 24 kennslustundir.

Leiðbeinandi: Berglind Fanndal Káradóttir, kennari í Margmiðlunarskólanum.

Námskeiðsgjald: 45.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 12.

SKRÁNING HÉR


Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér til að skoða fréttabréf Endurmenntunarskólans og til að skrá þig á póstlistann okkar.