Hásetafræðsla

Hásetafræðsla - aðstoðarmaður í brú

 13. - 15. nóvember 2017

Markmið með námskeiðinu er að nemendur öðlist fræðslu og þjálfun til að uppfylla sett lágmarksskilyrði til útgáfu skírteinis til varðstöðu í brú á stoðsviði, sbr. staðall STCW-A, II/4.

Efnisþættir: Áttavitinn, stýrisskipanir, sjálfstýring/handstýring, siglingareglur, neyðarmerki, sjómerki, viðvörunarkerfi og neyðarbaujur, vaktreglur og vaktaskipti, grundvallaratriði ratsjár og dýptarmælis.
Að hluta kennt í samlíkjum.

Forkröfur: Æskilegt er að umsækjendur hafi verið á sjó í einhvern tíma til að námskeiðið nýtist þeim.
Þátttakendur mega ekki vera yngri en 16 ára.

Að námskeiði loknu þurfa þátttakendur að sækja um atvinnuskírteini hjá Samgöngustofu, Ármúla 2,
108 Reykjavík. Upplýsingar um útgáfu skírteinisins og hvaða gögn þurfa að fylgja eru hér.

Tími:

13. nóvember
mánudagur
10:35 - 12:40 og 13:10 -  17:35
14. nóvember
þriðjudagur
08:10 - 12:40 og 13:10 - 15:15
15. nóvember
miðvikudagur
08:10 - 12:40 og 13:10 - 15:15

Alls 18 klukkutímar


Leiðbeinendur:
Kennarar Skipstjórnarskólans

Námskeiðsgjald: 75.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 14.

SKRÁNING HÉR

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með 100% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.