Hagnýt skrif

Hagnýt skrif - að koma hugsunum á blað

Haust 2017

Fyrir byrjendur.
Á námskeiðinu er farið yfir ritun blaðagreina, bloggs og fréttatilkynninga. Bent er á leiðir sem geta auðveldað fólki að skrifa það sem því liggur á hjarta, fjallað um uppbyggingu greina, mismunandi stíla og hvernig auka má líkur á að skrif veki eftirtekt.

Þátttakendur vinna heimaverkefni á milli tíma.

Tími: 


mánudagur
18:00 - 21:00

fimmtudagur
18:00 - 21:00

mánudagur 18:00 - 21:00

Alls 9 klukkustundir/ 13,5 kennslustundir

Leiðbeinandi: Björn Þór Sigbjörnsson
Björn Þór var dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og blaðamaður á Fréttablaðinu.
Hann skrifaði sögu Steingríms J. Sigfússonar Frá hruni og heim og var annar aðalhöfunda bókarinnar Ísland í aldanna rás 2001 - 2010. 

Námskeiðsgjald: 31.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Staðsetning: Upplýsingar eru sendar skráðum þátttakendum í tölvupósti þegar nær dregur.

Hámarksfjöldi: 12.


SKRÁNING HÉR

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarskólanum í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér til að skoða fréttabréf Endurmenntunarskólans og til að skrá þig á póstlistann okkar.