GPS staðsetningartæki og rötun

GPS staðsetningartæki og rötun

12. - 17. mars 2018

Á námskeiðinu er farið yfir öll helstu grunnatriði rötunar. Þátttakendur læra á áttavita, æfa sig í að lesa og vinna á kort bæði með stefnur, vegalengdir og staðsetningar. Farið er yfir allar helstu stillingar og notkunarmöguleika GPS staðsetningartækja, gögn unnin af kortum skráð í tækin og gögn á tölvutæku formi flutt í og úr tæki. Einnig verður kennt hvernig hægt er að vinna með GPS gögnin í tölvunni. Námskeiðið er tvö kvöld innandyra og ein útiæfing og hentar bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja upprifjun í notkun á GPS staðsetningartækjum.

Námsgöng: Þátttakendur þurfa að hafa með sér eigin GPS tæki, áttavita og skriffæri.

Tími:

12. mars
mánudagur
19:30 - 22:30
14. mars
miðvikudagur
19:30 - 22:30
17. mars
laugardagur
2 klst útiæfing

Alls 8 klukkustundir / 12 kennslustundir.

Leiðbeinandi: Sigurður Jónsson björgunarsveitarmaður og leiðbeinandi í rötun og ferðamennsku.

Námskeiðsgjald: 28.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Félagar í Útivist og Ferðafélagi Íslands fá 10% afslátt af námskeiðsgjaldi.

Staðsetning: Tækniskólinn á Háteigsvegi (Sjómannaskólabyggingin).

Hámarksfjöldi: 14.

SKRÁNING HÉR

Ath! Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

Nánari upplýsingar fást í Endurmenntunarskólanum í s. 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is.

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Smelltu hér og skoðaðu fréttabréf Endurmenntunarskólans og skráðu þig á póstlistann okkar.