Skóladagatal

Skóladagatal

Starfsáætlun veturinn 2017 - 2018


Skólaárinu er skipt upp í tvær annir. Haustönn hefst um 20. ágúst og vorönn lýkur um 20. maí. Kennsludagar eru 70–75 á hvorri önn og 10–15 dagar eru nýttir til prófa. Jólaleyfi er frá og með 21. desember til og með 3. janúar og páskaleyfi frá pálmasunnudegi til og með þriðjudags eftir páska.

Kennsluáætlun

Nemendur fá kennsluáætlanir í fyrstu kennslustund hvers áfanga. Í kennsluáætlun eru upplýsingar um eftirfarandi:

  1. undanfara áfanga ef um hann er að ræða
  2. áfangalýsing
  3. markmið með áfanganum
  4. námsmat og vægi hvers þáttar
  5. kennsluefni, bækur, gögn
  6. yfirferð efnis viku fyrir viku
  7. skilatíma á verkefnum, prófum og þess háttar
  8. úrræði fyrir nemendur með sérþarfir

Afhending einkunna og sýning prófúrlausna

Í lok hvers próftímabils (annarprófa) fá nemendur afhentar einkunnir og geta fengið að sjá prófúrlausnir sínar hjá viðkomandi kennara og fengið skýringar á einkunnagjöf sé þess óskað. Nemendur geta einnig skoðað feril sinn og einkunnir í Innu.

Eldri starfsáætlanir: