OneDrive for Business

Leiðbeiningar um notkun OneDrive for Business

OneDrive for BusinessJafnframt því að nemendum gefst kostur á að nálgast Microsoft Office pakkann frítt í gegnum Microsoft Office 365 „Student Advantage“ geta þeir tengst OneDrive þjónustu Microsoft og eignast þannig heimasvæði sem hægt er að nálgast í hvaða tölvu sem er.

Til þess þurfa nemendur að geta skráð sig inn á nemanetföng sín í gegnum vefpóst Outlook og Tækniskólans, hér, með sama lykilorði og á Innu (dæmi Davíð Sigurðsson með kennitöluna 251280-2339 er með skólanetfangið: davidsi233@nemi.tskoli.is). Sjá upplýsingar um skólanetfang.

ATH. að ekki er hægt að nota Íslykil sem aðgangsorð. Þeir nemendur sem nota Íslykil til að komast inn á INNU þurfa að ná sér í nýtt lykilorð á inna.is.

Auk þess að hafa lykilorðið a.m.k. átta stafa langt þarf einnig að gæta þess að lykilorðið innihaldi a.m.k. einn hástaf, auk lágstafa og tölustafa. Sem dæmi virkar lykilorðið efgh1971 í Innu en ekki inn á nemanetfangið. Þá nægir að breyta einum bókstaf í hástaf, Efgh1971, til að það virki.

Hér eru leiðbeiningar um uppsetningu og notkun á OneDrive for Business.