Office-pakkinn

Microsoft Office pakkinn

Nemendur munu fá Office pakkann frítt.Vegna samstarfs Tækniskólans og Microsoft, er Tækniskólanum ljúft að kynna að allir skráðir nemendur Tækniskólans geta fengið Microsoft Office pakkann frítt í gegnum Microsoft Office 365 „Student Advantage“.

Hér eru upplýsingar um hvernig hægt er að nálgast pakkann.

Það sem er innifalið í Office 365 ProPlus fyrir nemendur Tækniskólans er

  • Office 2013 fyrir PC (base applications)
  • Office 2011 fyrir Mac (base applications)
  • Office Mobile fyrir iPhone
  • Office Mobile fyrir Android

Hægt er að setja upp fimm (5) leyfi af Office á PC og eða Mac, einnig má setja upp fimm (5) leyfi af Office Mobile fyrir iPhone og eða Office Mobile fyrir Android.

Nemendur Tækniskólans geta notað Office 365 svo lengi sem þau eru skráð í skólann.

Nemendur þurfa að skrá sig inn með skóla netfanginu HÉR með sama lykilorði og á Innu (dæmi Davíð Sigurðsson með kennitöluna 251280-2339 er með skólanetfangið: davidsi233@nemi.tskoli.is). Sjá upplýsingar um skólanetfang.

ATH. að ekki er hægt að nota Íslykil sem aðgangsorð. Þeir nemendur sem nota Íslykil til að komast inn á INNU þurfa að ná sér í nýtt lykilorð á inna.is.

Auk þess þarf  að hafa lykilorðið a.m.k. átta stafa langt og gæta þess að lykilorðið innihaldi a.m.k. einn hástaf, auk lágstafa og tölustafa. Sem dæmi virkar lykilorðið efgh1971 í Innu en ekki inn á nemanetfangið. Þá nægir að breyta einum bókstaf í hástaf, Efgh1971, til að það virki.