Geymsluskápar

Geymsluskápar

Í Hafnarfirði og á Háteigsvegi og Skólavörðuholti eru geymsluskápar til afnota fyrir nemendur án endurgjalds.

Reglurnar eru einfaldar:

  • Fyrstur kemur, fyrstur fær - ef skápur er opinn er hann laus til notkunar.
  • Nota skal eigin lás.
  • Skápar skulu tæmdir og skildir eftir opnir í lok skólaárs.
  • 1. júní ár hvert verður klippt á lása sem enn eru á skápum og innihaldi skápanna fargað.