Félagslíf

Félagslíf

NST

Markmið félagslífs Tækniskólans er umfram allt að efla samvinnu og samkennd meðal nemenda.

Félagslífinu er stjórnað af Nemendasambandi Tækniskólans, NST, og skólafélögum innan hvers skóla.

Í stjórn NST eru sex til tíu nemendur en í skólafélögunum eru fimm manna stjórnir.

Nemendasamband Tækniskólans, NST, stendur fyrir ýmsum viðburðum, stórum jafnt sem smáum, sem höfða til allra nemenda. Sem dæmi má nefna:

  • böll,
  • kósíkvöld,
  • íþróttamót á vegum framhaldsskóla,
  • Gettu betur,
  • Morfís,
  • Söngkeppni framhaldsskólanna.


Að hafa samband, heimasíður:

Skólafélög

Skólafélag hvers skóla heldur utan um sérhæfðara félagslíf eins og ferðir til að skoða vinnustaði, skemmtikvöld einstakra skóla og litlar árshátíðir. 

Einnig starfa undir NST mjög virk félög og nefndir eins og skemmtinefndin, leikfélagið og ljósmyndaráð.

Félagslífið er mjög sveigjanlegt og sniðið að þörfum nemenda þar sem nám og félagsstarf vinna saman. Fyrir góð störf í þágu félagslífs skólans fást einingar.

Félagsmálafulltrúi / Nemendatengill

Félagsmálafulttrúi og nemendatengill skólans aðstoðar nemendasambandið NST og skólafélögin í sínu starfi.

Félagsmálafulltrúi/ nemendatengill er Sigurður Einar Jónsson.

Sigurður Einar veitir allar nánari upplýsingar og senda má fyrirspurnir með tölvupósti á sej@tskoli.is eða hringja í síma 665 1209.

Facebookhópur fyrir útskriftarnemendur

Útskriftarnemar eru með Facebookhóp