Fartölvur og prentarar

Fartölvur nemenda og prentarar skólans

Prentun úr fartölvum nemenda (Windows - ekki Macintosh!)

Nú er hægt að prenta aftur úr fartölvum nemenda sem tengdar eru við Taekniskoli Hotspot.

  1. Ýta á Windows takkann. Windows takkinn
  2. Skrifa \\tsmyq\ í leitargluggann og ýta á enter. Einnig er hægt að skrifa \\10.200.10.199\.
  3. Upp kemur logon gluggi, þar á að setja sem notanda 2t\kennitala nemendans og lykilorðið í INNU.
  4. Þá getur nemandi valið um prentara til að setja upp í tölvunni og tvísmellir á þann sem hann vill fá inn.
  5. Nemandi þarf að skrá sig inn á þennan hátt (endurtaka atriði 1-3) í hvert sinn sem hann ætlar að prenta eftir að hafa farið með tölvuna af skólasvæðinu. Sömuleiðis ef hann hefur endurræst tölvuna. Ekki á að vera nauðsynlegt að setja prentarann upp aftur.

Prentarastýringar 2011

Þráðlaust net skólans

Þráðlausa netið (hotspot)

Nú þurfa nemendur skrá sig inn með kennitölu og sama lykilorði og í tölvur skólans / Innu til að komast inn á þráðlausa netið. Netið(ssid) er "Taekniskoli Hotspot".

Til að innskráningarglugginn komi upp þarf að opna vafra á tæki (fartölvu, síma eða annað) og fara á heimasíðu utan heimasíðu skólans, t.d. mbl.is eða visir.is: “Öpp (smáforrit)” virka ekki fyrr en það er búið.

Það þarf ekki að skrá sig inn á þráðlausa netið til að skoða heimasíðu skólans (www.tskoli.is), Innu, Námsnet, SkyDrive, Tækniskólaskýið og netpóst (@nemi.tskoli.is).